Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Qupperneq 60
60
hey sin, að vart niuni þurfa harðara árferði, en t. a.
m. var eptir aldamótin seinustu, til að kollsteypa
fjölda bænda einmitt af heyaskorti; því hafi mér
rétt sýnzt, þá eru sumir þeir bændur til, sem eptir
bezta vetur hafa lítið, eða alls ekkert átt eptir af
heyum sinum, og hvar ætli þessir hefðu lent, hefðu
þeir átt aö gegna hörðu vetrarfari, og það hverju
ofan á annað; nokkra bændur Iiefi eg þá þekt, sem,
hafi þeir átt heyfyrningar eptir góða veturinn, hafa
þeir haustið eptir keppzt hver við annan að setja
nú því fleiri skepnurnar á, sem öll heyin voru nú
nokkru meiri en haustið fyrir, rétt eins og þeir ættu
vissan hvern góða veturinn á fætur öðrum og hnit-
miðuðu þar við. $etta er því tilfinnanlegra fyrir-
hyggjuleysi og ofdirfska (er, ef til vill, má verða
landi og lýð að óbætandi tjóni), sem öll von væri á,
aö eptir svo mörg góðæri, er verið hafa að undan
förnu, kynni að harðna í ári, því ei má þvi neita,
þegar litið er til árbóka vorra, að i kringum og um
miðaldirnar liefir harðnað í ári, og siöasti fjórðúngur
aldanna liefir optar orðið hinum liarðari, og svona
getur farið enn. En þó menn nú segðu, að eingin
hætta þurfi af þessu að risa, hvaö þó fæstir skyn-
samir menn munu segja, þá er hitt þó vist, og af
öllum góðum búmönnum seint og snemma er það
sýnt og sannað, og sannast þess utan af árlegri
reynslu, að betra sé og búhollara liverjum bónda að
eiga færri skepnurnar, og næg hey til að geta farið
vel með þær, beldur en að bafa fleiri búsmala, sem
bresti fóður, þó hann einhvern veginn „slóri“ afvet-
urinn. Eg ætla nú að gjöra ráð fyrir, að menn al-
ment kannist við, hve mikil nauðsyn sé á því að
reisa skorður móti heyaskortinum, en að því inun
samt mega gánga vísu, að menn finni margan agnúa
á því að Btofnsetja heyforðabúr þau, setn fyrrum