Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Qupperneq 74
74
sem myndast aptan til á lærum kúnna, og liggja
innan lærs a5 aptan fram að lærunum, þar sem hár-
in mætast; þegar liann vissi nú, að kýr sú, er hann
geymdi, mjólkaði afliragðsvel og var dropsöm að
jtví skapi, hélt hann í fyrstu, að hársveipar þessir
væru einkenni á góðum mjólkurkúm; en þegar hann
fór og skoðaði fleiri kýr, sem mjólkuðu misjafnlega,
varð liann þess brátt var, að þær allar liöfðu þessi
einkenni, þegar þær voru i góðum holdum. Aptur
komst hann að raun um, eptir því sern hann skoð-
aði fleiri kýrnar, að hárkarnbar þessir voru nrikið
ýmislega myndaðir: sumir lágu leingra inn að eða
út frá júgrinu, og upp eða niður í kringum það, en
sein liann gætti vandlega að, komst hann að því, að
mjúku hárin, sem eru á júgrinu, liggja út frá því
íniðju milli spenanna, og breiða sig útá fjóra vegu,
þau, sem liggja út að aptanverðu, mæta baka til á
lærunum og undir halanum þeim hárum, sem koma
aö utanverðu frá, sem liggja frá hrygg og síðum kú-
anna í sömu stefnu og hin, og þannig myndast hár-
kanrbar þessir. En eptir því sem júgursins mjúku
hár ná lángt eða stutt upp að halanum, og út á lær-
in til beggja liliða, svo laga hárkambarnir stærðina
og sköpulagið á ýmislegum myndum, eða apturhluti
kúanna, sem þakinn er mjúkum liárum, er liggja
frá júgrinu upp að halanum, fær ýmislega lögun,
svo sem sporöskju, hjarta, krók og kíhnynd-
aða, o. s. frv. j>essa mynd, sem hárkambarnir
hvervetna liggja að, nefnir hann „segil“ (Speil), og
eptir lögun lians skipti liann kúnum í 8 flokka, en
brátt komst hann að raun um, að eiginlegleikar kúa
siður þekkjast á lögun spegilsins, en á stærð og
ummáli hans, og skipti hann því hverjum af þeiin
8 ílokkum aptur í 8 deildir. Loksins skipti hann
aptur hverri deild í 3 minni deildir, og fór þá ein-