Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Qupperneq 86
86
an í heldið ílát einkanlega að vorinu, meira en 4
tunnur, sem hér vestra kosta optast 16 rbd, Jurk-
un fisksins reikna eg ekki kosta meira en að þurka
harða hskinn; en að salta hann, þvo og kýla reikna
eg 2 rbd., og lán á ílátum, að salta fiskinn í, og á
borðum yfir stakkinn, reikna eg 1 rbd. 16 sk. Út-
gjöldin verða þá alls 19rbd. 16 sk. Eru þá eptir 12
rbd., eður 1 rbd. 19 sk. af hverjum 100 þorskum,
sem maður með þessum liætti færmeira fyrir magr-
an fisk saltaðan en hertan til skreiðar, auk þess
sem hinn saltaði er ætíð hagkvæmari vara. 'það er
vonandi, að menn færi sér hagnað þenna í nyt, þar
sem því verður við komið, og mun það allvíða í
fjórðúngunum, þar sem viðieitni nokkur væri sýnd,
og færi vel, að menn breyttu í þessu að dæmi þeirra
í Gullbríngusýslu, sem sjálfir verka inikinn eða
mesta bluta þorskafla síiis í saltfisk. En þess er
og til getandi, að verzlunarmenn allir styðji að
fyrirtæki þessu, og selji mönnum saltið með Ijúfu
geði, því eins mega þeir búast við að fá keypt
saltfiskinn þurkaðan, eins og þó þeir liefðu keypt
liann blautan. En þess þarf vaudlega að gæta, að
fiskurinn sé vandlega þveginn undir söltunina, og
eins úr saltinu, svo eingin saltögn sjáist á bonum
fiskmegin eða á roði, blóðdálkurinn skal tekinn svo
ofarlega, sem þarf, og velhreinsa úrbonum alt blóð
og blóðbimnur; og síðan, þá fiskurinn befir feingið
góðan tveggja daga þerrir, leggja grjót mikið ofan
á stakkinn, og byrja svo fyrst að þurka liann eptir
2 daga l. Eins er bægt að sýna það af reynslunni,
að meira fæst fyrir fullfeita þorskinn, sem saltaður
er, en fyrir hinn, sem hertur er, til að mynda 1000
*) Ávísan mn að verka saltfisk, sjá „Árraann á alþíngi“
3. árgáng, lils. 173.—180.