Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Qupperneq 11

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Qupperneq 11
ALpINGI. 13 deild pessa rökstuddu dagskré: «1 trausti pess, að landssjóður bíði ekki fjártjón við embættisfærslu sýslumanns og bæjarfógeta C. Fensmarks, er næsta mál á dagskránni tekið til umræðu». pannig varð tala pingmála alls 114, eða 12 fleira enn áður, heflr flest verið (1883). pingi var slitið 27. ágúst; hafði pað pá staðið 50 virka daga (eða alls 58 daga), og voru pingfundir í efri deild 52, og í neðri deild 51, enn í sameinuðu pingi 6; pess má pó geta, að fundir neðri deildar vóru miklu lengri (vanalega 2—3 klukku- stundum) enn fundirefri deildar. • II. Önnur innanlandsstjórn. Stofnun landsbankans. — Fensmarksmálið. — Söfnunarsjóðurinn í Reykja- vlk.— Efni sveitarsjóðanna 1872 til 1881. — Verðlagsskrár. — Embættaskip- anir o. fl. Um stofnun bankans má geta pess, að menn höfðu peg- ar séð, að hérlendur maður mundi varla fást, er treystandi væri til að standa fyrir bankanum svo í æskilegu lagi færi, og pví hafði neðri deild pingsins sett pá bending inn í fjárlögin, að landsstjórnin gæti fengið útlendan bankafróðan mann til að standa fyrir bankanum fyrstu árin, og í pví skyni heimilað fó honum til launa, auk peirra sem ákveðin voru í bankalögunum, ef pörf gerðist. pessu vildi efri deild pingsins ekki sinna og felldi pað. Enn í pess stað var hinum fyrirhugaða íslenska bankastjóra veitt fé úr landssjóði til að sigla og kynna sér bankastörf erlendis, og svo lét landshöfðingi dómara í yfirdómi landsins takast pessa framkvæmdarstjórasýslan á hendur, án pess að öðrum gæfist kostur á að sækja um hana, og prátt fyr- ir umgetna pingsályktun um umboðsleg störf og yfirdómendur. Síðan var ákvarðað, að bankinn yrði opnaður 1. júlí 1886. Til gæslustjóra við bankann kaus pingið prestaskólakennara Eirík Briem og háyfirdómara Jón Pétursson. I>á er eitt sögulegt mál, er snertir innanlandsstjórnina, og pað er Fensmarksmálið svo kallaða, sem drepið var á í Fr. f. á. bls. 7. — C. Fensmark bæjarfógeta á Isafirði og sýslumanni í ísafjarðarsýslu hafði loks verið vikið frá embætti um stundar-

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.