Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Qupperneq 12

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Qupperneq 12
14 ÖNNUR INNANLANDSSTJÓRN. sakir sumarið 1884 af landsköfðingja, fyrir fjárvanskil við lands- sjóð, og 16. júlí 1885 af konungi fyrir fullt og allt og án eptirlauna. Var hafin réttarrannsókn gegn honum veturinn 1885 og sakamál höfðað á hendur honum 5. ágúst eptir skip- un stjórnarherrans; hafði Fensmark pá setið í gæsluvarðhaldi frá 12. maí. Héraðsdómarinn kvað upp dóm yfir honum 14. ágúst, og dæmdi hann í 8 mánaða betrunarhúsvinnu og að greiða málskostnað, enn ekki skaðabætur, pareð pá varð eigi nákvæmlega ákveðið, hve mikill sjóðpurður Fensmarks væri. Landsyfirdómurinn staðfesti héraðsdóminn 12. okt., og við hann undi Fensmark, sem vonlegt var, enn sótti um til konungs að verða náðaður, og pað var honum veitt með konungsúrskurði 6. nóv., pannig, að hegningu peirri, er hann var dæmdur til (8 mánaða betrunarhúsvinnu), var breytt í priggja mánaða einfalt fangelsi; mæltist pað misjafnt fyrir, sem vonlegt var, pegar litið er til saka og í samanburði við aðrar refsingar. Enn sak- irnar eru sprottnar af dæmalausum embættisrekstri Fensmarks í pau fáu ár, sem hann var hér við embætti. Honum var veitt ísafjarðarsýsla sem kandídat í lögfræði 16. apríl 1879, enn pegar við lok pess árs var sjóðpurður Fensmarks orðinn ná- lægt 5000 kr. eða næstum eins og sýsluveðinu (6000 kr.) nam, og síðan jókst hann árlega frá 2—3000 til 5—6000 kr., og eptir pví sem næst hefir orðið komist nema vanskilin við lands- sjóð alls milli 26000 og 27000 króna. Auk pessa var hann í skuld um 1080 kr. 64 au. við sýslusjóð ísafjarðarsýslu og 142 kr. 75 au. við dánarbú eitt, er var í vörslum hans. Og upp í alla pessa skuld gat hann eigi vísað á nema rúmar 8000 kr. Hann hirti aldrei um að hafa opinber gjöld aðgreind frá sínu eigin fé, og brúkaði að minnsta kosti síðustu árin (1883 og 1884) talsvert fé um fram laun sín til eigin parfa, sem hann tók af landsfé, og hirti pannig ekkert um að spara við sig, pótt hann sjálfur játaði, að sér hefði verið kunnugt orðið um sjóðpurðinn haustið 1882. öll bókfærsla var enn fremur í mestu vanrækslu hjá honum, og hann sýndi yfir höfuð svo staka óreglu og hirðu- leysi í embættisrekstrinum pegar frá byrjun, að pað má mestu furðu gegna, hversu lengi hann hélt embættinu, sér og öðrum til tjóns og hneisu.

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.