Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Blaðsíða 30
32
BJARGRÆÐISVEGIR
sjóði átti það við aðalfund p. á. 17360 kr. 67 au., enda safnar
pað fyrir nokkru af þeim styrk, er pað fær úr landssjóði.
|>etta sumar var kaldið áfram og lokið að leggja undir-
stöðuna undir allan flóðgarðinn í Safamýri; vóru hlaðnir 810
faðmar (í viðbót við 1515 faðma, er áður vóru komnir); er
garðurinn hér um bil 1—5 álnir á hæð, 3—12 álnir á hreidd
að neðan, enn 2 að ofan. Kostnaðurinn við hann er orðinn
alls 6750 kr. 33 au. (par af úr landssjóði 2950 kr. 33 au.).
Svo er nú eptir að skera mýrina fram, og þykir það eins nauð-
synlegt, til þess að hæta liana að fullu. Hún er 400 dagsiáttur
og gefur af sér að minnsta kosti 30—40000 hesta af heyi, enda
sækir mestallur Holtamannahreppur þangað allt sitt hey, og
þar að auki ýmsir af Eangárvöllum og Landi. Má telja þessa
jarðabót þarfa og nauðsynlega því fremur, sem hún er í nánd
við og getur komið að gagni þeim sveitum, er hafa verið svo
hart leiknar nú um tíma af vikursandfoki: Landsveit og Rang-
árvöllum; í Landsveit eru þegar gjöreyddar 11 eða 12 jarðir,
þótt reyndar sumar þeirra hafi verið byggðar upp aptur í bit-
haga og einar 17 jarðir eru að gjöreyðast; yfir höfuð lítur svo
út sem öll Landsveit leggist í eyði innan skamms. A Rang-
árvöllum eyddust 2 eða 3 jarðir í mikla sandfokinu í janúar
og febrúar um veturinn, sem neínt er hér að framan, og þar
heldur eyðingunni áfram með líkum útlitum
Úr landshagsskýrslunum má geta þess hér, að árið 1881
var nautpeningur á landinu alls talinn 20923 (83 færri enn
árið áður), sauðfénaður 524516, og hross 38627 (hvorttveggja
heldur fleira enn árið á undan, enda sauðfé aldrei jafnmargt
áður).
J>ess nýmælis er vert að geta, að sýslunefndirnar í |>ing-
eyjarsýslu sendu mann til Englands, einkum Bradford á Eng-
landi, þar sem mestöll íslensk ull er unnin, til þess að fá vit-
neskju um, hverjar væru orsakirnar til hinnar sífelldu verðlækk-
unar á íslenskri ull, og hvað gjöra mætti til þess að fá hana
betur borgaða; fengu þær Kristján Jónasson frá Narfastöðum í
Reykjadal til fararinnar, og var hún kostuð að þriðjungi af
sýslusjóðum pingeyinga, enn að 2/a (600 kr.) af fé því, sem