Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Side 32
34
BJARGRÆÐISVEGIR.
aflað. petta ár gat félagið að eins búið sig undir störf til
næsta árs.
Annars brást garðyrkja petta sumar víðastbvar með öllu
sökum kulda og mikilla frosta; pannig mátti heita að frostnæt-
urnar milli 11. og 12. og 13. ágúst dæi allur garðávökstur út
um allt suðurland. Hinar miklu og margvíslegu ræktunartil-
raunir Schierbecks landlæknis í Reykjavík hafa tekist miður
enn vænta mátti, sökum kuldanna, enn gefa þó engu að síður
góðar vonir um að margt megi rækta hér, sem áður hefir eigi
reynt verið, og gæti orðið til stórgagns bæði til manneldis og
skepnufóðurs.
Heiðursgjafir úr styrktarsjóbi Kristjáns konungs IX. veitti lands-
höfðingi þetta ár þeira Lopti bónda Gíslasyni á Vatnsnesi i Árnessýslu
og Finni Finnsyni, bónda á Finnsmörk i Húnavatnssýslu, 160 kr. hvorum,
fyrir íramúrskarandi dugnað í landbúnaði pessi Loptur fékk og miklu
fágætari heiðurslaun þetta ár fyrir jarðabætur á ábýli sínu, þar sem hann
fékk vandaðan steinhring úr gulli að gjöf frá landsdrottni slnum.
Iðnaði landsmanna miðai lítið áfram; pó má petta ár
segja frá verulegum og lofsverðum tilraunum til eflingar og
framfara í honum, par sem eru ullarvinnuvélar pær, er Magnús
pórarinsson á Halldórsstöðum í pingeyjarsýslu fékk hingað til
lands árið áðui. pær vóru 2: kembivél, er kostaði alls um
1700 kr. og gengur fyrir vatnsafli ('U hestafls), og handspuna-
vél, er kostaði 300 kr. og gengur hún fyrir eins manns hand-
afli. Tilraunir hans heppnuðust vel; í kembivélinni, sem
kembir og lopar ullina undir spunavélina, kembdi hann um
veturinn (1884—85) 1800 pund ullar, enn spunavélin vann 400
pund þráðar; pað, sem honum pótti mest ábótavant, var kemb-
ingin, með pví að ein vél nægði ekki, heldur parf ullin að
ganga gegnum 4 vélar, til pess að vera svo vel kembd, sem
pörf er á. pessi kembivél gat pó með pessu lagi unnið
20 pund á dag af hreinni og vel undirbúinni ull, enn spuna-
vélin spunnið 8—10 pund af meðalfínum fræði; enn báðar
hefðu pær getað unnið meir með fyllri og betri útbúnaði. |>að
var hvorttveggja, að petta var pörf og góð tilraun, enda lét og
sýslunefnd Suðurpingeyinga pað ásannast, er hún gekkst fyrir
pví að veita 1800 kr. lán þessum manni, sém hefir sjálfur