Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Page 39

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Page 39
SLYSFARIR OG SKAÐAR. 41 maður einn frá Siglunesi nyrðra skaut annan vinnumann á sama bæ til bana, óviljandi pó. 21. fór bóndi frá Brúnavík eystra á heimleið úr Borgarfirði í sjóinn fram af bömrum og drukknaði. I maí (18.) drukknaði Asmundur bóndi Sæmundsson frá Flögu í Jiistilfirði í lendingu á heimleið úr kaupstaðarferð. í júní (11.) fórst bátur með 6 mönnum frá Nyjabæ á Sel- tjarnarnesi; 2 peirra náðust pó lifandi, enn annar peirra létst samdægurs. 19. varð bóndi einn úti á Fjarðarheiði eystra; hafði lagt upp á bana ölvaður með 2 öðrum eins, enn peir svo yfirgefið hann eða týnt honum. í ágúst (1.) drukknaði bóndi einn í Hofsá í Skagafirði. 9. drukknuðu 2 menn af ferju á Lagarfljóti; hafði hún verið hlaðin mjög, enn stórveður á. 16. drukknaði Bjarni bókbindari (Skúlason læknis) Thor- arensen í Markarfljóti; var á skemmtiferð með 10 öðrum, á heimleið af pórsmörk, enn reið á undan ógætilega í ófæru. I september (14.) iétst maður voveiflega í Reykjavík af steins- höggi. I nóvember (24.) vildi pað slys til í Reykjavík, að ferðamaður að austan, Gottskálk bóndi Einarsson frá Sogni 1 Olfusi, saup á karbólsýruflösku hjá kunningja sínum í mis- gripum fyrir brennivínsflösku og létst af pví. í desember (4.) varð bóndi einn úti á Hrútafjarðarhálsi, og rétt fyrir jólin ann- ar ungur bóndi, milli Keflavíkur og Grindavíkur, ölvaður, 15. fórst bátur með 3 mönnum á heimleið frá Mjóafirði til ísafjarð- ar. IJm veturinn hrapaði maður úr Hergilsey fram af hörnr- um skammt fyrir innan Geirseyrarkaupstað og beið bana af. TJm sumarið hrapaði og maður til bana úr Látrabjargi við fuglveiðar; báðir vóru peir á unga aldri. — Nokkrar fleiri slys- farir kunna að hafa orðið, sem oss er eigi kunnugt um. Slys og skaðar af eldsvoða vóru pó nokkrir petta ár. 20. jan. kviknaði í sölubúð (Bráðræði) einni í Reykjavík, enn varð slökkt; húsið skemmdist pó mjög og vörur brunnu að mun. 12. mars kviknaði og í húsi pví í Reykjavik, er hin nýja prentsmiðja Sigmundar Guðmundssonar var í; í húsinu varð slökkt, enn öll prentáhöld ónýttust af eldganginum. Sigmund- ur fékk sér ný og betri prentáhöld pegar aptur um sumarið, pvíað hin eldri höfðu verið vel vátryggð. 13. mars brann að

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.