Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Síða 41

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Síða 41
HEILSUFAR OG LÁT HELDRA FÓLKS. 43 útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1849 og prestaskóla 1851 með 1. einkunn; var svo um 4 ár skrifari hjá Helga hiskup Thor- dersen; prófastur var hann fleirum sinnum í Húnavatnssýslu, síðast frá 1881. Hann var merkisprestur, vel látinn og mikils metinn. Hann létst 13. júní. Lárus Ólafur porláksson (síðast prests að Undirfelli Stefánssonar), settur prófastur í Vesturskaftafellsprófastsdæmi og prestur f Mýrdalspingum, er hann vígðist til 1882; fæddur 18. febr. 1856 og útskrifaðist 1882 af prestaskólanum með 2. einkunn; létst 28. apríl úr brjóstveiki. Hann var efnilegur prestur og Ijúfmenni. Olafur Einarsson (Jónssonar kaupmanns) Johnsen, upp- gjafaprestur, riddari af dbr., síðast prestur á Stað á Reykjanesi frá 1840—1884; fæddur 8. jan. 1809 í Mýrarhúsum á Sel- tjarnarnesi; útskrifaðist úr heimaskóla hjá Arna stiptprófasti Helgasyni 1831 og frá Kaupmannahafnarháskóla 1837, og vígð- ist sama ár að Breiðabólsstað á Skógarströnd, er hann hélt til 1840; prófastur var hann í Barðastrandarsýslu frá 1861—1878. Hann var annar pjóðfundarmaður Barðstrendinga árið 1851. Hann andaðist 17. apríl. Hann var einn af helstu prestum pessa lands, mikill trúmaður og góður kennimaður, duglegur em- bættismaður, og héraðs-höfðingi. Sveinhjörn Guðmundsson (hreppstjóra Torfasonar í Bæ í Borgarfirði), fæddur í Bæ 18. apríl 1818; útskrifaðist úr Bessa- staðaskóla 1843; vígðist til Keldnapinga (13. maí) 1847, fékk Kjalarnessping 1858, Kross í Laudeyjum 1860, og Holt undir Eyjafjöllum (26. maí) 1874, og parlétst hann 15. maí. Hann pótti góður kennimaður og embættismaður. Aðrir embættismenn önduðust eigi hér á landi petta ár, enn hér má nefna 2 íslenska menn, er önduðust í embættum er- lendis; peir vóru: Jón Constant Finsen, dr. med., sonur Olafs yfirdómara Hann- essonar biskups Finnssonar; útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla 1848, tók embættispróf við Kaupmannahafnarháskóla 1855 og varð pá héraðslæknir á Akureyri til 1867, er hann fluttist til Danmerkur og varð héraðslæknir í örsted á Jótlandi og síðan

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.