Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Page 43

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Page 43
HEILSUFAR OG LÁT HELDRA FÓLKS. 45 fjarðarnesi í Strandasýslu), alþingismaður, dbrm. og bóndi á pingevrum í Húnavatnssýslu, fæddur 23. júlí 1809; bjó fyrst í Kollafjarðarnesi, enn fluttist síðar að fingeyrum, og þar reisti hann úr steini veglegustu bændakirkju á landinu, með miklum kostnaði og fyrirböfn; bann var yfir böfuð mesti rausnar- og dugnaðar-bóndi. Hann var sem þingmaður Strandamanna á fyrsta ráðgjafarþingi voru, og síðan á þeim flestum og á öllum löggjafarþingum vorum, optast fyrir Strandamenn. A síðasta þingi var hann með mjög veikum burðum, enn áhuginn á þingmálum var þó svo eldfjörugur hjá honum, jafnvel þá er hann gat ekki staðið á fótum fyrir sjúkleik, að hann var sí- fellt að tala um þau, og hann kvaðst jafnvel heldur láta bera sig á þing, enn að geta ekki verið þar, þegar ganga skyldi til atkvæða í stjórnarskrármálinu, til þess að greiða atkvæði sitt með henni. Hann létst 15. nóv. Filippus porsteinsson, dannebr.m., lengi bóndi á Bjólu í Kangárvallas/slu, létst snemma í mars 84 ára gamall. Hann var dugnaðarbóndi og máttarstoð sveitar sinnar, enda vel fjáður maður. Páll Vigfússon (síðast prests að Ási í í’ellum, Guttorms- sonar), cand. phil., ritstjóri blaðsins Austra; fæddur 1851, út- skrifaður úr Beykjavíkurskóla 1873 með 1. einkunn; sigldi sama ár til háskólans í K.höfn, enn varð að hverfa heim næsta ár við lát föður síns, og annast bú með móður sinni; síðast bjó hann á Hallormsstað. Hann létst úr brjóstveiki 16. maí. Hann var rnikill framkvæmdar- og framfaramaður og einn hinn mesti héraðshöfðingi á austurlandi. Af merkisJwnum, er látist hafa þetta ár, vóru helstar: Anna Margrét Bjarnardóttir (Ólsens frá pingeyrum), ekkja Jósefs heitins Skaptasonar, héraðslæknis í Húnavatnssýslu (f 1875). Hún var fædd í febr. 1814 og létst í febr. (14.?) þetta ár að Hjallalandi í Yatnsdal. Hún var talin sóma- og rausnarkona, enda miklum mannkostum búin. Guðný Einarsdóttir (Helgasen), kona séra Sveins Skúla- sonar í Kirkjubæ í Hróarstungu; hún var fædd 23. sept. 1828 og létst 12. nóv. í Reykjavík, þar sem hún var að leita sér lækninga. Hún var mikilhæf rausuar- og ágætiskona.

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.