Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Síða 49

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Síða 49
MENNTtTN OG MENNING. 51 til námspilta 200 kr. styrk á ári. Landshöfðingi veitti svo Markúsi Bjarnasyni, skipstjóra í Beykjavík, 100 kr. til «að byrja kennslu í sjómannafræði í Beykjavík*. í fyrra árs fréttum (bls. 26) er drepið á sundkennslu í Beykjavík. Sundfélagið hélt henni og áfram petta ár, og not- uðu hana allmargir, einkum unglingspiltar, enn daufur virtist pó áhugi manna á að færa sér hana í nyt, jafnvel pótt nógur tími og tækifæri væri fyrir marga. Auðvitað hamlaði reyndar nokkuð ófullkominn útbúnaður, svo sem sundlaugin sjálf að nokkru leyti, og tjaldskrifli eitt til skýlis á bakkanum, enn einkum pó ógreiðfær og langur vegur til aðsóknar að laug- inni. A ógreiðfæri vegarins verður ráðin bót með veggerð peirri, sem að framan er nefnd (bls. 21). Menutafélög og hókmenntir. Fyrst skal minnst á bók- menntafélagið. Beykjavíkurdeildin gaf fátt út af bókum petta ár og bagaði féleysi, svo að alpingi hækkaði landsfjárstyrkinn til hennar upp 1 1500 kr. á ári næsta fjárhagstímabil, par sem hann petta ár og nokkur undanfarin var 1000 kr., enn um leið lögbatt pingið deildina til að gefa út sýslumannaæfir Boga Benediktssonar, er deildin hafði orðið sökum féleysis að hætta við í miðju kafi að gefa út. |>etta ár komu frá deildinni að eins ársbækur hennar: Fréttir frá íslandi 1884 og Tímaritið (6. ár). Hafnardeildin gaf út eins og venjulega: Skýrslur og reikninga fyrir 1884, og Skírni. Auk pess gaf hún út Skýrslu um handritasafn bókmenntafélagsins, II. A bókmenntafélagið nú eptir henni alls 1550 handrit (1217 1 Khöfn, og 333 1 Beykjavík). Svo lét og pessi deild endurprenta kvæði Stefáns prests Ólafssonar (I. bindi). pjóðvinafélagið gaf út margar og parfar bækur petta ár. |>ærvóru: ársrit pess Almanakið og Andvari 11. ár með ýmsum góðum og gagnlegum ritgerðum, t. a. m. meðal annars um veggerð á íslandi, skýrsla frá Niels Hovdenak, peim er fenginn var hingað til að kenna að leggja hér vegi (sjá Fr. f. á. bls. 10). Enn fremur gaf pað út «Sparsemi» eptir Samuel Smiles, nytsama bók og góða. Loks kostaði pað að nokkru leyti og gaf út bók, er hét Dýravinurinn, gefin af «dýraverndunarfélagi danskra 4*

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.