Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Síða 13

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Síða 13
Atvinnuvegír. 15 kotnin á fót, ljetu vinna ýmislegt til hagsælda; er svo að sjá af sk/rslum þeim, sem birzt hafa, að einna mest hafi unnið verið að túnasljettun, enda mun sú grein jarðræktarinnar víð- ast reynast óbrigðulust. Til eflingar landbúnaðinum var varið 18,500 kr. af landsfje. Búnaðarfjelag suðuramtsins hjelt og á sinn kostnað nokkra búfræðinga til að ferðast um sveitir sunn- an lands og leiðbeina bændum, lagði enda nokkurt fje fram par að auki til ýmissa fyrirtækja, svo sem vatnsveitinga á sanda milli Skaptár og Geirlandsár í Skaptafellssýslu. Af fjenaðar- sýningum peim, sem í ráði var að halda sunnan lands um sama leyti sem markaðir stæðu um haustið, varð eigi sökum ónógs undirbúnings og óhentugs tíðarfars. Fjársala varð með langmesta móti um haustið; var gizkað á, að um 75,000 fjár hefði verið sent lifandi af landi burt, til Englands; voru fjár- kaupmenn 3 eius og að undanförnu og pöntuuarfjelögin að auki; aptur á móti var mjög fáu fje slátrað við verzlanir hjer á landi, varla öðru en úrgaugi, er hinir vildu eigi hafa. Fiskiveiðcir heppnuðust hvergi nærri vel, urðu mjög svo misjafnar sem opt vill við brenna. Aflinn á vetrarvertíðinni við Faxaflóa var mjög rýr, 2—300 hlutir á Suðurnesjum og enn minni á Innuesjum, en vorvertíðarafli pví nær enginn;- um haustið varð sjaldan róið fyrir gæftaleysi, enda lítill íiskur fyrir. f>essu líkur var aflinn undir Jökli og á Vestfjörðum, á norðurlandi aflalaust að kalla mátti allt árið, nema lítilshátt- ar hlaup af síld á Eyjafirði um vorið og síðar um sumarið fiskafli nokkur á Skagafirði lítinn tíma og í Þingeyjarsýslu. L Austfjörðum mátti heita góður afli meiri hluta ársins; á Vopnafirði var mokíiski allt sumarið, bæði af síld og porski. 1 verstöðunum í Arnessýslu varð og dágóður afli samtals: á Loptsstöðum 437 -827, Stokkseyri 138—896 og á Eyrarbakka 254—890 í hlut á vetrarvertíðinni og á vorvertíðinni var par líkur afli, en haustafli mjög rýr. Júlskipaafli varð mikill hjá peim, sem hann stunda: við Faxaflóa 20—40 púsundir og á Vestljörðum 14—30 púsundir af porski á skip og 2—300 tunnur á skip af hákarlslifur; á norðurlandi varð og pilskipa- aflinn pessu svipaður og pó heldur minni.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.