Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Page 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Page 5
5 tniðöldunum, meðan fáir þekktu söguna, hafa menn ekki kann- ast við «Ljót» sem kvenn-nafn, en þar á mót við «Ljótunn», og k. svo þózt leiðrjetta örnefnið með því að setja; «Ljótunnar» í stað- inn fyrir «Ljótar». í brekkunni hefir verið bær þeirra Hrolleifs. Hún hefir verið tún þeirra, og er fornt garðlag utan um hana. Uppi í miðri brekkunni er bæjarrúst lítil og mjög niður sokkin. Skálatóftin hefir verið rúmir 6 faðmar á lengd og 2 faðmar á breidd. Vesturendinn er óglöggur, og hafa dyrnar verið þar. Bak til er önnur tóft, sem innangengt hefir verið i við austur- horn skálans, nál. 2 faðm. á lengd og breidd. Beint vestur frá dyrunum er djúp lægð eða hola, sem ógjörla sjer fyrir tóft utan um. Mun þar hafa verið blóthús Ljótar og blótgröf í. Kemur það heim við það er sagan segir; «Þeir sá hús standa lítit fyrir dyrum ok hlið milli ok aðaldyranna. Þorsteinn mælti; Þetta mun vera blótbús» . . . Litlu ofar í brekkunni mótar enn fyrir óglöggri tóft, sem getur verið fjártóft eða eitthvað annað. Bratt er ofan frá rústunum, enda ultu þeir Jökull og Hrolleifur þar ► «ofan fyrir brekkuna». Liklega hefir Hrolleifur verið að veiða í hylnum við túnið hjá sjer þegar Ingimundar synir komu til hans og vildu reka hann úr ánni, og hefir honum þótt hart að ganga úr ánni svo nærri bæ sínum. Er svo að sjá, sem þeir bræður hafi yfirgefið hann, er þeir sáu föður sinn koma, og far- ið lengra ofan með ánni. Bar þá oddann á milli þeirra og Hrolleifs. Með því móti verður það skiljanlegt, að «hann hitti eigi sonu sina», og þeir sáu eigi þau tíðindi sem urðu, og að Ingimundur gat skotið Hrolleifi undan. Karnsnes. kap. 21. »Hallormr biðr Þórdísar ... var vel svarat . .. fylgdi henni heiman Karnsnessland«. I Eyjólfsstaða- landi er eyðibær, sem heitir Kárstaður. Þar er nú stekkur. Þar niður undan er Stóranes, sem er engi frá Eyjólfsstöðum. (Ain rennur f bugðum úteftir dalnum, og er Stóranes einna stærsti bugurinn). Stóranes hefir fyrrum heitið Karnsnes — eða ef til vill öllu heldur Kársnes og haft nafn af hinum sama Kár sem ►► bærinn Kárstaðir. Þetta land var heímanfylgja Þórdísar Ingi- mundardóttur, konu Hallorms, og er sagt, að bærinn hafi í fyrstu staðið þar, sem eyðibærinn Kárstaðir er, en verið sfðan fluttur þangað sem nú eru Eyjólfsstaðir. Mun þar hafa þótt óhættara fyrir skriðum. Þá hefir bærinn að líkindum skift um nafn, er hann var fluttur, og er sennilegt, að Eyjólfr af Karnsnesi, sem fylgdi Ingimundar sonum, er þeir riðu móti Finnboga ramma, hafi verið sá, er bæinn flutti, og sem hann siðan hefir nafn af.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.