Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Page 6
5
GróustaSir heita enn skamrat fyrir utan Hof. Þar heflr
fallið skriða mikil (Gróustaðaskriða). Fyrir neðan hana sjer fyrir
óglöggum rústum, sem þó líta helzt út fyrir að vera gamlir
stekkir. Enda er af sögunni að ráða, að bæjarrústin geti eigi
sjest, því að skriðan hylji hana.
Grund. k. 16. »Jörundur háls ... bjó á Grund út frá Jör-
undarfjalli ... Már hjet son hans, er bjó á Márstöðum«. kap.
25. Már Jörundarson færði bú sitt á Márstaði«. Það litur svo
út, sem Már hafi lagt Grund i eyði, er hann færði bú sitt þaðan,
En brátt eftir hefirhann leyft Þorgrimi Skinnhúfu að byggja þar.
Þá er bæjarnafnið Grund samt eigi tekið upp aftur, heldur heitir
þá bærinn Hjallaland — sem siðan heflr haldizt — og er liklegt,
að það hafi komið af þvi, að landið, sem Már ljeði Þorgrími til
afnota, hafi einkum verið landið uppi á Deildarhjalla. Þvi hafa
Hofsverjar amast mest við Þorgrími. Til merkis um, að Hjalla-
land er sama býli sem Grund, er bæði það, að bærinn stendur
undir Jörundarfelli (svo er það orðað i Landnámu, og er án efa
rjettara), og svo heitir og eyðihjáleiga frá Hjallaiandi Grundar-
kot, og eru það leifar af hinu upprunalega bæjarnafni: Grund.
Eins og kunnugt er, börðust þeir Már og Ingimundarsynir
i Karnsnesi. Þar er Skinnhúfuhylur (sem lika er nefndur »Rúfa-
hylur*) i ánni, en uppi i hlíðinni neðan til, þar upp undan
(skammt frá Kárstöðum) heita Skinnhúfuklettar og skúti í þeim
Skinnhúfuhellir. Er þar drangur einn við klettana, eigi ólikur
því að kerling sitji. Á það að vera nátttröll orðið að steini.
Þessi sögn hefir myndast á miðöldunum, er sagan hefir verið
mönnum ókunn. Hefir örnefnið Húfuhylur, eða Skinnhúfuhylur,
þar sem Þorgrimur hljóp i ána, gefið tilefni til þess.
Sleggjustaðir. »Þórólfr sleggja bjó á Sleggjustöðum upp frá
Helgavatni« (Lndn. 3. p. 4. k. neðanm.). Það er sögn manna,
að Sleggjustaðir hafi verið þar, sem nú er bærinn að Hnúki. Nú
bjó Avaldi skegg Ingjaldsson að Hnúki. Það getur samt staðist.
Dráp Þórólfs hefir orðið mörgum árum áður en þeir Ottar og
Ávaldi komu út. Sleggjustaðir hafa lagzt í eyði þá er Þórólfur
var dauður, og Ávaldi hefir eigi hirt að taka nafnið upp aptur
þó hann bvggði þar. Eptir afstöðu að dæma, getur þetta líka
til sanns vegar færst: Þó Hnúkur sje nokkuð út frá Helgavatni,
þá er hann þó upp frá því um leið. Má og vera, að vatnið hafi
náð lengra úteftir áður.
Faxabrandsstaðir. »Faxabrandr bjó fyrir ofan Hóla (Lndn.
sst.). Svo er að sjá sem fornmenn hafi kallað allt svæðið millj