Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Qupperneq 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Qupperneq 14
H VII. Grrettissaga. Langafit kap. 29, »Um sumarit var lagt hestaþing á Langa- fit ofan frá Reykjum*. Nafnið Langafit er nú týnt, en löng eyri, grasi vaxin, er með ánni niður undan Reykjum, sem líklega er Langafit. Ekki eru þar háir bakkar að ánni nú; en farvegur hennar er breytilegur, svo það er ekki að marka. Grettishaf á Hrútafjarðarhálsi, m. fl., kap. 30. »Þar stendr steinn mikiil, er kallaðr er Grettishaf; hann fókkst við lengi um daginn at hefja steininn ok dvaldi svá þar til þeir Kormakr kvámu. Grettir sneri til raóts við þá . . . hlupust þeir at ok börðust. . . . Gunnar hjó húskarl Atla banahögg . . . þá voru fallnir tveir húskarlar Kormaks*. Alfaravegurinn yfir Hrúta- fjarðarháls hefir til forna eigi legið þar, sem sá vegur lá, sem nú var lagður niður, er hinn nýji vegur var gjör. Hann hefir legið miklu sunnar; vestur með Urriðavatni sunnanverðu og sunn- anundir Brúarhól og þá nokkru vestar saman við hinn nýrri veg. Sjer enn fyrir honum víða. Þvi heitir brúarhóll, að þar hefir fyrrum verið byggð steinbrú yfir blautt mýrarsund; sjer enn vel til hennar, þó hún sje mjög niður sokkin og úr lagi gengin; má sjá, að hún hefir verið allmikið mannvirki. Spölkorn þaðan í norðaustur stendur steininn Grettishaf (eða Grettistdk, sem hann er nú nefndur). Hann stendur svo hátt, að hann sjest tilsýndar eigi allskammt, enda er hann æði stór: hjer um bil teningsfaðmur að stærð. Mætti óliklegt þykja, að nokkrum manni dytti i hug að »hefja« hann. Það er samt óefað, að þetta er steinninn, sem sagan talar um. Hún segir nú ekki, að Grettir hafl haflð steininn, heldur að eins, að hann hafi lengi dags feng- ist við það. Steinninn er mjög einkennilega settur: hann stend- ur á litilli klapparbrík, sem varla er faðmur á breidd og nál. 1 al. á hæð, en allt að 3 faðmar á lengd. Steinninn snertir hana ekki nema með tveimur nybbum sem á honum eru, og svo er steinklípu stungið undir hann til stuðnings; í þeim skorðum er hann óbifandi. í þessum skorðum hefir því Grettir skílið við hann, hvort sem hann hefir verið svo áður, eða Gretti hefir tek- izt að hafa einhvei áhrif á legu hans. Til þess hefði að minnsta kosti þurft meira afl og lag en menn nú hafa hugmynd um. An þess að halda því fram, sem svo er ótrúlegt, skal jeg þó benda á það, að Grettir mun hafa verið talsvert æfður í því, að fást við stóra steina. Þess er tvisvar getið í sögunni, að hann þurfti að hafa bið þar sem hann var á ferð, nfi, hjer, og áður

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.