Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Page 15
15
undir Sleðaási — og'í bæði skiftin fer hann óðara að fást við
stein. 0g þó munnmælin um hin mörgu »Grettistök« víðsvegar
um land sjeu ýkjufull, þá sýna þau samt, að Grettir hefir öðr-
um fremur haft orð á sjer fyrir aflraunir við steina. Heima að
Bjargi, þar sem hann ólst upp, var gott tækifæri til þesskonar
æfinga. Skammt fyrir norðan túnið er melur allstór, sem er
kallaður »reiturinn«; hann er alsettur stærri og smærri hnull-
ungssteinum. Þrír þeirra eru nefndir »Grettistök«, og er eitt
þeirra langstærsti kletturinn á »reitnum«. Hann er jafnvel
stærri en »Grettistak« á Hrútafjarðarhálsi. Utan úr honum hef-
ir brotnað stykki mikið, sem hjá honum liggur auðsjáanlega ó-
haggað. Virðast engar líkur til, að Grettir hafi fengizt við það
bjarg. Annað »Grettistakið« er þó ekki nema svo sem 1—U/a
al. að teningsmáli. Sá steinn liggur ofan á öðrum einstökum
steini, sem er lágur öðru megin, er þar klipa sett undir hinn
(efri). Er ekki fortakandi, að með mikilli orku og framúrskar-
andi lagi hefði mátt velta honum þar upp. Og sama er að segja
um þriðja »Grettistakið«. Sá steinn er á stærð ekki fjarri hin-
um síðast talda; hann iiggur á háu, frálausu klapparhorni; en til
hliðar við það klapparhorn er berghlein, sem hefði mátt velta
honum eftir. Undir honum er líka klipa öðrum megin. Mjer
þótti rjettara að geta um þetta. — Frá Grettistaki á Hrútafjarð-
arhálsi gat Grettir eigi sjeð til þeirra Kormaks fyr, en þeir voru
komnir miðja vega frá Brúarhóli til Urriðavatns. Þeir hafa þá
verið komnir að eins fram hjá honum. En þeir hafa undir eins
sjeð, er liann sneri til móts við þá, og eigi viljað renna. Hefir
fundur þeirra orðið í dal þeim, er þar verður. Þar fannst dys
íyrir rúmum 20 árum og voru þar í beinaleifar, en eigi heil
bein nema tvær hauskúpur, önnur stór en önnur minni. Þær
voru lagðar þar niður aftur. Sá er fundí'i hafði, var Guðmund-
ur bóndi Helgason í Tjarnarkoti, greindur maður og aðgætinn.
Fjekk jeg hann nú með mjer þangað, til að leita í dysinni; en
nú var þar ekki íneira eftir en eitt ennisbein, sem vist mun hafa
verið af stærri kúpunni. Þannig kemur þetta heim við söguna.
Húskarlar Kormaks hafa, auðvitað, verið dysjaðir báðir saman,
— líklega i þessari dys, — en húskarl Atla eigi hjá þeim. [Um
leið sýndi Guðmundur mjer hinn forua veg, brúna hjá Brúarhóli,
Grettistak og afstöðuna þaðan þangað sem dysin var).
Grettir situr fyrir Barða k. 31. »Reið hann (Grettir) þá . . .
til Þóreyjarnúps ok ætlaði að sitja þar fyrir þeim Barða, er þeir
riðu sunnan. Hann fór frá bænum í hlíðina ok beið þar, . . .