Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Side 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Side 18
18 Hvar Heiðarvíg urðu er óhægt að ákveða með vissu. A Tvídægru eru mörg vötn, svo mörg, að lengi hefir verið mál manna, að enginn geti tálið tjarnirnar á Tvídægru; ganga og víða nes og oddar út í vötnin, er gæti hafa verið vigin þau, er Þórarinn vísaði Barða til. Raunar eru varla nema tvær leiðir, er um geti verið að ræða, að þeir Barði hafi farið aðrahvora. Er önnur vestantil, en hin austantil á heiðinni. Eystri leiðin er hin vanalegi Tvídægruvegur, sem í fyrri daga var kallaður »Gnúpdælagötur« af því hún liggur upp úr Núpsdal. Yestri leið- in er um Sljettafell og fyrir vestan öll Tvidægruvötnin. Þá leið fara eigi aðrir en fjallleitarmenn á haustum og er henni ekki einu sinni gefið nafnið »vegur«, enda kvað hún vera verri en hin, sem þó er ekki góð. Hafi þeir Barði samt farið þá leið, þykir líklegast, að Heiðarvíg hafi orðið í tanga i Hrólfsvatni, sem er fyrir ofan Kjarradal vestarlega. Sá tangi kvað vera allmjór nær landi, en breiðari út í vatninu og þar 1 honum dá- lítill hóll, en haglendi i kring. Nyrðra vígið á þessari leið hefði þá átt að vera tangi í Krókavatni nálægt Sljettafelli. Helztu ó- líkindi á þessu eru: að sú leiðin er verri en hin, að þá hefði leg- ið beinna við að fara upp úr Vesturárdal en krókur eigi lftill að fara um Núpsdal og hann eigi góður yfirferðar, og að frá Hrólfs- vatni gátu þeir Barði eigi sjeð til þeirra Illuga svo fijótt, að ráð- rúm væri til undankomu, nema því að eins, að þeir Illugi hefði komið þangað vestanað, sem engin ástæða er til að ætla, að þeir hafi gjört. En hafi þeir Barði farið Gnúpdælagötur — sem sýn- ist liggja beint við, er þeir gistu í Gnúpsdal, — þá kæmi allvel heim, að vigin hefði orðið í tanga sem er í Kvíslavatni hinu nyrðra. Það vatn er næstum í stefnunni, þá er farið er uppeftir Kjarradal og svo haldið áfram í sömu átt norðaustur á veginn. Á þeirri leið er engin torfæra nema eitt mýrarsund, sem að vísu er mjög blautt, en er þó oft riðið yfir það. Tanginn er eigi breiðari en svo næst landi, að þar munu 16 menn geta varizt samhliða. Utí vatninu er hann breiðari, og í honum gott hag- lendi. Þar er hæðarbunga og má þaðan sjá nokkuð langt til, hvort menn koma neðanað. Líka er sjónarhæð á landi, rjett við tangann, svo þar þurftu þeir Illugi eigi að koma hinum á óvart. Nyrðra vígið á þessari leið væri líklegast tangi í Hávaðavatni hinu nyrðra. Hann er hæfilega breiður fyrir 9 menn til varnar, og vegurinn liggur alveg hjá vatninu við tangann, svo að eigi mátti hentugra vera fyrir flestra hluta sakir. [Jeg hefi sjálfur sjeð þenna tanga í Hávaðavatni. En um hina staðina hefi jeg

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.