Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Page 19
leitað upplýsínga hjá kunnugum mönnum, en gat eigi sjeð þá
sjálfur.]. Hávaðavatn ið nyrðra er rjett fyrir norðan Hraungarða,
sem eru landamerki milli Norðurlands og Suðurlands. Hið eina
sem er til ólíkinda yið þessa leið, er það, að enginn lækur renn-
ur norður úr Hávaðavatni. En í sögunni segir Þórarinn, að frá
nyrðra víginu »deilir norður vatnsföllum til hjeraða vorra*. Hjer
er um að gera: hvort hann tekur þetta fram að eins til að á-
kvarða staðinn, eða þar í á að liggja bending um það, sem hann
tekur siðar frara: að »þá ber alla kviðburði norður*; með öðrum
orðum: hvort þá voru enn eigi landamerki ákveðin sem nú eru,
heldur að eins eptir því sem »vötn deildu*. Sje meiningin eigi
önnur en að ákveða staðinn, þá getur það verið ónákvæmni,
sprottin af ókunnugleik sögumanns, að hann segir að »deili norð-
ur vatnsföllum« frá viginu, þó það hafi verið 1 Hávaðavatni. En
sje það bending um landamerkin, þá getur Hávaðavatn eigi kom-
ið til greina, þó það sje fyrir norðan merkin sem nú eru. Er
þá enn um tvennt að velja: annaðhvort að aðhyllast vestri leið-
ina, þó andmarkar sjeu á því, ellegar að hugsa sjer, að í Ketil-
vatni eða öðrum þeim vötnum, sem þar eru næst veginum, hafi
verið tangi, svo lagaður, sem nyrðra víginu er lýst, en sem nú
sje breyttur eða horfinn. Er því eigi að neíta, að grjótlausir
tangar geta hafa breyzt og horfið, þar eð jarðvegurinn er svo
blautur. Mjer fyrir mitt leyti þætti þetta næstum líklegra. Því
miður mun ekki hægt að sanna neitt um þetta: Það mun ekki
þurfa að gera ráð fyrir, að handrit af sögunni komi fram, sem
fyllir eyður hennar. Það eitt gæti skorið úr málunum.
IX. Bandamannasaga.
Svölustaðir eru eyðibýli í tungunni ofan frá Víðidalstungu;
en byggð hafði haldist þar fram á seinni aldir. Þangað fór jeg
eigi, þar eð kunnugir menn sögðu mjer. að þar væri rústir frem-
ur nýlegar, eins og að líkindum lætur. Aðrir sögustaðir, sem til
skoðunar gæti komið, eru eigi í þeirri sögu.
Viðaukar.
Hofgil heitir gil eitt skammt fyrir sunnan tún á Þóroddsstöð-
um í Hrútafirði. Hoftóft sjest þar samt eigi. Tóft er að sönnu
við gilið í bvammi einum; en það er auðsjáanlega stekkjartóft.
3*