Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Qupperneq 22
„Flosatraðir“
og þingfararvegur Þjórsdæla.
----SN--
Fyrir austan túnið i Bræðratungu er raýrarsund, en fyrir
austan sundið liggur móaholt austur að Hvitá. Austan í því er
gráleitur grjótmelur við ána, er heitir Grámelur. Hjá Grámel
var lengi vað á ánni, en lagðist niður snemma á þessari öld, er
Guðmundur hreppstjóri Bergsteinsson frá Hlíð í Gnúpverjahrepp
fórst þar i sandbleytu. Siðan hafa menn eingöngu notað vaðið á
Kópsvatnseyrum, sem er litlu ofar. Frá Grámelsvaðinu liggur
forn vegur heim yflr holtið, til Bræðratungu. Það eru margar
og stórar götur, hver við hliðina á annari. Þær eru nú upp-
grónar fyrir löngu. Þær heita »Flosatraðir«, því sagt er, að
Flosi hafi farið þenna veg, er hann »tróð illsakar« við Asgrím.
Hann gat og naumast annarstaðar farið. Austan megin liggur
vegur þessi frá vaðinu beint í suðaustur að ásum þeim, er bæ-
irnir Gröf og Briðjuholt í Hrunamannahreppi standa undir. Milli
þeirra bæja liggur vegur austur yfir ásana. Þar heitir Ljóna-
stigur. Þar er Litla-Laxá austan undir ásunum, og heflr vegur-
inn legið austur yflr hana. Frá henni sjest hann glöggt austur.
yfir Hrunavöll — það er flatlent svæði fyrir norðan og vestan
Hruna, — þar beygir hann til landnorðurs inn á Tunnubergs-
flatir móts við Berghyl. Þá taka við ýmist grjótásar eða mýrar-
sund, og sjer því ekki til vegarins austur yfir Hörgsholts og
Kaldbakslönd, nema á svo nefndu Króksskarði. Þaðan er stefn-
an að Mýraskógsvaði á Stóru-Laxá, — það er skammt fyrir neð-
an Hrunakrók, — og austan megin við það vað sjest vegurinn
enn á litlum parti skammt frá neðri Grímstöðum. Þaðan af er