Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Page 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Page 30
Um myndir af gripum í forngripa- safninu. Eptir Pálma Pálsson, ------- 1. Skrúðgöngumerki. Merki það, sem sýnt er á myndinni og er nr. 256 í skrá safnsins (Skýrsla I, 117 bls.), var að sögn eign Flateyjarkirk]U á Breiðaflrði og talið vera frá þeim timum, er þar var klaustur (1172—84), en þótt það sé tæplega svo gamalt, þá er það þó vafalaust frá kaþólskri tið, því að þá voru slík merki nálega i hverri kirkju og voru borin i skrúðgöngum (prósessium) og við ýmsar aðrar kirkjulegar og helgilegar athafnir; þeirra er og opt getið í fornum máldögum kirkna. Merki þessi voru fest með tveim taugum eða böndum við efri enda á hárri stöng og var venjulega litill kross, opt mjög skrautlegur, festur ofan á efri enda stangarinnar; þetta má bæði sjá á gömlum myndum og svo eru sýnishorn slíkra krossa til hér í safninu. Merki þetta hangir á mjóu þverkefli, sem mun vera ný- legt og þó með upphaflegu lagi, og ganga taugar frá endum þess i merkisstöngina, svo sem áður er á vikið. Það hefir upp- haflega verið á að gizka 44,05 cm. á^breidd (ekki 17J/a þumlungur) og um 96 cm. á lengd; en eigi verður haft nákvæmt mál af þvf, með því að það hefir mistognað og aflagazt nokkuð á þann hátt. Af breidd þess verða því með engu móti leidd nein rök að sannri lengd fornrar íslenzkrar álnar, enda mun breidd þess að engu leyti geta snert það mál. Það er gert af þykku silki, einni ræmu.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.