Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Page 34
34
lit, hendur o. s. frv., sýnist hafa verið bleikrautt, líklega með
litlum litaskiptum en varir hárauðar; á kórónunni vottar bæði
fyrir gylling og rauðum lit og hefir sveigurinn verið gullroðinn
og svo oddarnir, en rautt að eins niðri í skurðunum; hárið sýn-
ist hafa verið gult, en undir gyllingunni heíir verið svartur litur;
klæðin sýnast hafa verið blá, rauð og gul; kyrtlarnir gulir og ef
til vill með hinum litunum líka, en möttullinn rauður og sömu-
leiðis höfuðskýlan; þó virðist hún hafa verið öllu dekkri en hið
annað; beltið á Maríu hefir verið slétt og alt gullroðið (sbr. »með
gullspöng um sig miðja«). Bríkurnar eru nokkuð skaddaðar að
framan; hefir þar klofnað af þeim alt það, er lengra hefir stað-
ið fram en sjálf likneskin.
Líkneski þessi hafa verið ætluð til að standa upp við vegg,
á eða yfir altari. Þau eru eflaust frá kaþólskri tíð og má vel
vera að þau séu frá 13. eða 14. öld.
4. Tveir lianzkar.
Hanzkar þessir eða vettir (vetlingar) eru frá fornöld. Stærri
vetlingurinn (hægra megin á myndinnij fanst 1881 í Görðum á
Akrauesi, 51/* alin í jörðu niðri, i hól eða hæð, er skeinma og
hjallur stóðu á; þá er hóll þessi var grafinn sundur, kom það i
ljós, að hann var allur til orðinn af fornum rofum, er hvert húsið
hefir verið reist ofan á rústum hins, er þar var áður, öld eptir
öld; þá er komið var niður að rótum hólsins, niður á jafnsléttu,
varð þar fyrir steinlegging eða flór; þar var hanzkinn og eigi
langt frá honum lítill bollasteinn, en í öðrum stað, á liku dýpi, fanst
mikið af hvítri leðju, er öllum þeim, er sáu, þótti mest iíkjast skyri, en
því miður var það ekki hirt; það mun þá hafa verið i fyrsta sinn, er
svo fornt skyr hefir fundizt hér; ofan á öllu þessu var þykt lag
af mykju og þar ofan á vel 4 álna þykt lag af mold. Það eru
því allar líkur til, að hanzkinn sé frá þeim tímum, er hið fyrsta
hús stóð á þessum stað, því að hann var fyllilega svo neðarlega
sem jarðvegurinn (túnið) umhverfis hólinn. Garðar eru iand-
námsjörð; þar bjó Jörundur hinn kristni, son Ketils, þess
er nam Akranes, og hét bærinn þá í Jörundarholti (Landn.
1. p. 15. kap.). Finnandinn, Sigurður steinhöggvari Hansson, í
Reykjavík, hirti vetlinginn úr moldunum og gaf hann safninu.
Minni vetlingurinn (vinstra megin á myndinni) fanst 1889 á
Arneiðarstöðum í Fljótsdalshéraði djúpt í jörð undir einhverju