Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Qupperneq 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Qupperneq 35
85 bæjarhúsi, er þá var riflð og grafln upp tóptin fyrir öðru húsi, er reist var í sama stað; þar fundust og tveir aðrir gripir, sem bersýnilega eru frá fornöld og nú eru komnir til safnsins; að öðru leyti er engin skýrsla til um þenna fund. Arneiðarstaðir eru og fornt ból (sbr. Droplaugars.s. Kmh. 1847, 5. bls.). Má vera að vetlingarnir séu báðir frá sama tima, 10. öld eða svo, og mun varla vera mikill aldursmunur þeirra. Garðahanzkinn er 28 cm. á lengd og 11 cm. á vídd um þumalinn og má vera, að nokkuð sé raknað ofan af laskanum, því að þar er nú hvorki fit né faldur, heldur er jaðarinn þar úfinn og ójafn; hann er nokkurn veginn nógu víður f'yrir meðal- hönd karlmanns upp fyrir þumal, en þá slær hann sér út og er laskinn miklu víðari en vetlingar nú gerast; er því eigi ólíklegt, að laskinn hafl upphaflega verið töluvert lengri og verið hafður utan yfir ermunum; gat það komið í góðar þarfir, er raenn »bundu að höndum sér«; hann er af vinstri hendi og sést bakið á honum á myndinni; þar er hann lítt slitinn og nokkurn veginn heill, nema að rifið er lítið eitt ofan í laskann, en lófinn er slit- inn og trosnaður, einkum laskinn og undan gómunum. Þessi vetlingur er ofinn og settur saman af þrem hlutum; þumallinn er sniðinn sér og saumaður í aðalhluta vetlingsins, sem saumað- ur er saman á neðanverðum handarjaðrinum, en þar sera laskinn byrjar, er settur í stór geiri til að gera útskotið. ívafið er ákaf- lega digurt band, en uppistaðan er smá; sýnist helzt vera með vaðmálsvend. Hann er mórauður að lit, líklega mosalitaður. Arneiðarstaðahanzkinn er 26 cm. á lengd og 12 cm. á vidd um þumalinn; hann er litt slitinn og heill að öðru en þvi, að gat er á jaðrinum á gripanum og fitin trosnuð þar upp af, svo að þar er skarð í; laskinn siær sér lítið eitt út að ofanverðu; hann er nokkurn veginn nógu víður fyrir meðalhönd karlmanns og á upp á vinstri hönd og sér í lófann á honum á myndinni. Þessi vetlingur er brugðinn eða heklaður úr stórgerðu, tvinnuðu bandi og allur með smáröstum eða umferðum þvert yfir, svo sem myndin sýnir. Svo sýnist sem byrjað hafi verið að bregða hann framan á gripanum, á totunni eða úrtökunum, svo sem kallað er á prjónuðura vetlingum, og endað á fitinni á laskanum, því að þar má sjá, hvar síðasta umferðin endar. Hann er mórauður að lit, eins og hinn, en nokkuru dekkri. Það er eptirtektarvert, að hvorugur þessara vetlinga er prjónaður, og virðist það óneitanlega benda til þess að menn hafi eigi kunnað það handbragð hér í fornöld, enda er þess hvergi getið í fornum ritum.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.