Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Qupperneq 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Qupperneq 38
38 jafnvel optar en einu sinni, og spillt á allan hátt, svo að þar er nú eptir engu að leita og einskis fróðleiks af að vænta, þótt leitað væri, nema ef svo hefir farið, að haugbrotarnir hafa orðið frá að hverfa í miðju kafl tyrir einhverjum býsnum, er fyrir þá hafa borið og ýmsar sögur eru til um. Það er því optast nær hending ein, er veldur þvi, að forn leiði flnnast hér á landi, þar sem sögur vorar láta þeirra ógetið og engin munnmæli skýra frá, hvar þeirra muni helzt að leita; en það verður helzt þá er jörð er umturnað af mannavöldum eða náttúrunnar; er því hin mesta þörf á að brýna það ræki- lega fyrir mönnum að gæta allrar varúðar, er slíkar fornleifar verða á vegi þeirra, því að þær eru optast nær og flestar orðn- ar næsta hrörlegar og eigi allra meðfæri við þær að fást, svo að í lagi sé, og hyggja vel að öllu, legu beinanna og gripanna, er með þeim kunna að finnast, skrifa upp nákvæma lýsing á öllu saman og senda siðan félagi voru alt saman svo fljótt sem auðið er. Fyrir nokkurum árum tók að blása upp grassvörð af rana milli gilja tveggja í brekkunum fyrir ofan Búland í Skaptártungu og með því að varla er hægt að búast við, að þar komi • fram eða verði fundið meira en orðið er, þar sem jarðvegur er nú að kalla allur blásinn burt af þessum stað, þykir eigi ótilhlýðilegt að lýsa stað þessum og þeim mannvirkjum, sem þar hafa komið í ljós, nokkuð gjör; en með því að eg hefi ekki skoðað þenna stað sjáifur verð eg að fara eptir lýsingum, er eg hefi í höndum eptir tvo menn, er báðir hafa þangað komið, þá Ögmund Sig- urðsson, barnakennara á Útskálum (í Þjóðólfi XLV, 1893, nr. 49) og Guðmund Guðmundsson, vinnumann að Svartanúpi, sem hefir tvívegis ritað mér um þetta mál eptir beiðni minni og svarað spurningum mínum eptir föngum. Fyrir norðan og ofan bæinn á Búlandi eru brekkur eða lágir hálsar og lægðir eða flatneskjur í milli, allt til fjalls; þær eru grasi vaxnar, en hálsarnir berir og uppblásnir; öllu landi hallar þar í austur til Skaptár; skamt fyrir norðan bæinn fell- ur gil mikið ofan úr fjalli og eru gljúfur efst í þvi; heitir áin, sem eptir því rennur, Meltungnaá og gilið Meltungnaárgil; það fellur austur í Skaptá; nokkuru ofar er annað gil minna, er heit- ir Hellisgil, og fellur það niður í Meltungnaárgilið. Fyrir innan Hellisgil er sporöskjumyndaður hóll, er kallaður er Mosholt, og fyrir innan hann Mosholtsgil; innsta og eista gilið heitir Gren- básgil; þessi síðastnefndu 2 gil falla austur í Skaptá. Niður

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.