Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Side 39
39
rirna þann, sem verður milli Meltungnaárgils og Hellisgils, falla
þrjú lítil gil eða lágar, allar vaxnar grasi, enda fellur engin á eða
lækur eptir þeim; þessi gil eða lágar heita einu nafni Granagil
og hafa heitið svo frá ómunatíð, en gilin voru, að sögn, kend við Grana
nokkurn, fornmann einn, er fallið hafði þar um slóðir. Þau eru
nú stundum í daglegu máli nefnd Grænugil, «þvi aðþaugrænka
árlega eins og hverjar aðrar grasi vaxnar lautir»; syðsta eða
vestasta gilið er efst í tvennu lagi og fellur í Meltungnaárgilið,
en hin tvö í Hellisgil; neðan (austan) við endann á syðsta gilinu
gengur tangi eða rani fram í Meltungnaárgilið alveg sléttur að
ofan og rúmar 20 álnir á breidd framan til; raninn ersnarbratt-
ur að neðan og framan; hann var áður allur grasi vaxinn ofan
og bar ekki á neinum mishæðum og engin mannvirki sáust á
honum ofanverðum, en siðan, er grassvörður og jarðvegur þvarr
á honum, hafa þar komið í ljós 4 leiði; vorið 1891 blés moldina
ofan af austasta leiðinu, en síðan komu hin leiðin í Ijós árið ept-
ir. Þau voru öll hlaðin grjóti að innan og var steinalag þetta
nær */» alin á hæð og voru steinarnir víða reistir á rönd og
leiðin því tilsýndar eins og stokkur í laginu. Fyrsta eða austasta
leiðið virtist hafa verið 3 álnir á lengd að innan og 2 álnir á
vídd eins og 2. leiðið er, er var nokkuruframar árananum heldur
en 1. og 3. leiðið, sem var 4 álnir á lengd að innan og2álnirá
vidd; 4!/2 álnar bil var í milli þriggja hinna fyrnefndu leiða og
sneru þau öll frá norðri til suðurs; 4. leiðið, hið vestasta, sneri
frá austri til vesturs, því að þar er farið að halla vestur af ran
anum; það var á stærð við tvö austustu leiðin, en bilið milli þess
og 3. leiðisins var að eins 2 álnir. I leiðum þessum hafa fundizt
lítilfjörlegar leitar af iíkunum, varla annað en háiffúnar tennur,
er voru í norðurenda leiðanna, þeirn sem frá giljunuin vissi, fá-
einar glertölur og ryðgaðir járnbútar, seru engin sérstök einkenni
hafa1.
Á því getur enginn efl leikið, að leiði þessi sjeu frá forn-
öld og að menn þessir hafl verið vegnir á þessum stað eða í nánd
við hann, því að óhugsanlegt er, að lik hafl verið flutt þangað
til graptar neðan úr bygðinni, jafnvel frá næstu bæjum, enda
virðist staður þessi að engu leyti betur fallinn til að vera graf-
reitur en margir aðrir. Nú vill einmitt svo vel til, að Kári Söl-
mundarson veitti þeim Sigfússonum og öðrum brennumönnum hina
1) Ein glertalan, blá að lit, og járnbútar nokkurir eru komnir til forn-
grjpasafnsins.