Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Page 41

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Page 41
41 þeim við vart, enda spruttu þeir nú upp allir og hlupu að þeim Kára og Birni; í þeirri viðureign féJlu 5 menn, þeir Móðúlfur Ketilsson, Lambi Sigurðarson, Þórsteinn Geirleifsson, Gunnar bóndi í Skál og »maðr einn«, en Grani Gunnarsson varð óvígur og komst eigi undan, en hinir »váru allir sárir, er undan kvám- ust1; hljópu þeir á hesta sína ok hleyptu út á Skaptá sem mest máttu þeir ok urðu svá hræddir, at þeir kvámu hvergi tii bæja ok hvergi þorðu þeir at segja tíðindin«, riðu svo alla leið austur til Svinafells. Síðan riðu þeir Kári í Skál og lýsti hann þar vig- unum »ok sagði lát húsbúanda ok þeirra fitnm ok sár Grana ok kvað betra mundu at færa hann til húss, ef hann slcyldi lifa« (1. c. 150. kap.). Nú hygg eg alliíklegt, að leiðin, sem áður hefir verið um getið, og atburðir þeir, er nú var frá sagt, standi i sambaudi sin i milli og hafi þeir af brennumönnum, er féllu fyrir Kára i þess- ari fyrirsát, einmitt veríð greptraðir í þeim stað, er leiðin fund- ust. Staðurinn er sagður ágætlega fallinn til að gera megi mönn- um fyrirsát þar, því að auðvelt er að leynast í giljunum, eink- um Meltungnaárgilinu, sem er bæði krókótt, djúpt og vítt og nægilegt graslendi niðri í því, en raninn, þar sem leiðin fundust, er hið bezta vigi, því að hann er snarbrattur fullkomlega á tvo vegu og því mjög ilt til aðsóknar þeim megin. Hinn forni vegur norðan af fjöllum, niður í Skaptártungu, lá áður, alt fram að 1783, — er hann lagðist niður af einhverjum sökum, sem mér eru ókunnar, og annar vegur tekinn upp vestar, — ofan með hinu syðsta Granagili og niður f það neðanvert, þar sem það fellur í Meltungnaárgilið, og rétt fyrir ofan rana þann, sem áður hefir verið nefndur. Alt þetta virðist bera að sama brunni og koma mætavel heirn hvað við annað. En nú er svo að sjá af Njálu, 150. kap., þar sem talað er um bardagann, sem höfundurinn hafi hugsað sér, að þeir Kári hafi staðið frammi í nesi við sjálfa Skaptá, en nú er þar, að sögn, ekkert slíkt nes að finna, er þeim hefði mátt vera nokkur vörn í, og er mér því næst að halda, að höfundurinn fari hér vilt af ókunnugleik og óljósum sögu- sögnum, enda er öll lýsing hans á stöðum austur þar yfir höfuð fremur ónákvæm, en tangi sá, er leiðin eru á og gengur fram i Meltungnaárgilið, má og eflaust heita »nes lítit«, svo að hér er hægt um að villast, en frá þessum tanga og niður að Skaptá er að sögn »10—15 mínútna hægur gangur« og munu þá ríðandi 1) Þeir voru að eins þrír, svo sem áður er á vikið. 6

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.