Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 3
3 6. Lækjarlbotnar hafa og verið færðir undan sandfoki: stóðn áður nokkru norðvestar, þar sera nú er örblásið, og þó tek- ið að gróa upp aftur. 7. Fellsmúli stóð undir suðurenda Skarðsfjalls. Hann var lénsjörð presta í Landþingum fyrir 1791, og aftur síðan 1882. Það ár lagði sandfönn yfir bæinn og túnið, og var bærinn færð ur framundir Stóruvallalæk. Er jörðin nú rýr hjá því sem fyr var. Til hins gamla bæjar sést ekki nema lítil grjóthrúga, sem er köstuð saman til merkja. Fjós og heygarður hafði verið fram á túninu, og sér til þeirrar rústar. Stóruvallalækur skilur lönd Minnivalla, Stóruvalla ogKleifa (sunnan og suðaustanmegin) frá löndum Hellna, Felismúla og Skarðs (norðan og norðvestanmegin). 8. Skarö, sem í sögum er nefnt »Skarð hið ytra«, stóð suðaustanundir miðju Skarðsfjalli á fögrum stað og í góðu skjóli. Þar var kirkja, sem kunnugt er. Skarð eyddist 1882, og er bær- inn hulinn undir sandfönn. Aftur var reistur bær og kirkja tram við lækinn. Heldur sá bær nafninu Skarð, þó hannséfjær fjallinu, sem skarðið er í. Hjáleigur fylgdu Skarði nokkrar: 9. Hátún stóð vestur í fjallshlíðinni á fögrum stað. Það var flutt þaðan fram að læknum undan sandfoki 1854. Heitir það síðan Króktún. 10. Erill stóð fyrir sunnan og vestan heimatúnið. Hann hefir eigi verið bygður í manna minnum, en gekk þó kaupum og sölum sem sérstakt býli og notuðu eigendur túnið til slægna, unz það fór af af sandi. Þar sem Erill stóð sést grjótrúst í sand- inum. 11. Garðar stóðu niðri á túninu fyrir austan Eril. Þeir voru og fluttir undan sandfoki fram að læknum litlu síðar en Hátún. 12. Litla-Skard stóð undir fjallinu fyrir austan túnið. Þar var bvgð lögð niður nálægt 1850 til að bæta upp ágangafsand- foki, sem heimajörðin varð fvrir á öðrum stöðum. 13. Skarðssel stóð við norðurenda Skarðsfjalls. Það var flutt undan sandfoki vestur á bakka Þjórsár nú fyrir 2 árum, er þetta er ritað. 14. Grœnuflatarrústir verður hér að telja, því þær eru f Skarðslandi: Norðaustanundir Skarðsfjalli, eigi all langt suður frá Skarðsseli, er flöt, sem Grœnaflöt heitir og liggur móabrekka eigi brött frá henni upp 1 fjallið. í þeirri brekku eru rústir, miklar og einkennilegar, sem ekkert nafn eiga og enginn hefir tekið eftir fyr enn nú. Lítur út fyrir, að þar hafi bær verið einhvern- 1*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.