Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 4
4 tíma til torna. Rústirnar eru á 4 stöðum, og eru þær merktar með stórum bókstöfum á uppdrætti, sem ég læt fylgja. Hin efsta og mesta (A) líkist mjög fornum bæjarrústum. Hún snýr mót suðaustri, og er austast tóft, er snýr hliðinni fram, nál. 9 faðma löng. Dyr sýnast að vera við norðausturgaflinn, og aðrar inn úr vesturendanum inn í aðra tóft, sem þar er áföst við og snýr stafni fram með dyrum á. Hún er nál. 4 fðm. löng. Þar vest- an við er tóft, sem virðist hlaðin sundur í miðju og sínar dyr á hvorum enda, eru það þá 2 tóftir, hvor fyrir sig 2 faðtna löng. Svo eru enn 2 tóftir í röðinni, er snúa stöfnum fram með dyrum á; er lengd hinnar eystri nál. 5faðm. en hinnar vestri nál. 8 faðm. Skammt til suðausturs frá suðvesturenda hennar er önnur rústin (B): Þar eru 2 tóftir samhliða, nál. 10 faðm. langar; það gæti ver- ið lambhúsatóftir. Þaðan til suðausturs nokkru neðar er hin þriðja rústin (C). Hún er mjög einkennileg: Efst eru 3 tóftir (eða 4?), eigi allstórar, og veit hver frá annari. — Þaðkynni að hafa verið hesthús fyrir reiðhesta og tryppi. — Við norðurhlið neðstu tóftarinnur er hálfhringmynduð tó t, nái. 8 faðm. löng og 6 faðm. víð; það hefir naumast verið hús, en öllu heldur heystæði. Neðanvið þessa tóft er eins og litil þvertóft, er snýr til norðurs, og aftur niður frá henni liggur stór tóft til austurs, nál. 10 taðma löng, og gengur mjó tröð eða stórt ræsi niður frá dyrum hennar. Þetta gæti verið fjóstóft. Fjórða rústin (D) er nálægt í norður frá þessari, og eru svo sem 14—16 faðmar í milli. Það er nál. 7 faðm. löng toft frá norðri til suðurs og hefir dyr á hliðinni mót austri, en lítið afhús við suðurendann, er einnig hefir dyr mót austri, en engar inn í aðaltóftina. Eftir löguninni kynni þetta að geta verið hoftóft, og séu rústirnar frá heiðni. Eg hefi fjölyrt svo mikið ura þessar rústir vegna óvissunnar, sem yfir þeim hvilir, og vegna þess ég get ekki ætlað, að hér séu rústir peningshúsa frá þeim tíma, sem eigi var venja að hýsa »útigangspening« og sízt á ágætri útigangsjörð. Eigi likjast þær heldur seltóftum, þeim er ég hefi séð; eru lika of margar saman til þess í heimalandi, þar eð allar virðast þó frá sama tima. Ég réð því af að telja þetta með eyðibýlum; en hvort ég hefi haft rétt i því, kemur eigi fyr í ljós enn færi gefst að grafa rústirnar út. 15. K.lofi, — Stóri-Klofi, — höfuðból Klofa-Torfa, stóð á sléttlendi langri bæjarleið suðaustur frá Skarði, við austustu upp- tök Stóruvallalækjar, — sem nú eru þoinuð. Sögn er, að Torfi hafi haft jarðhús eða undirgang frá bænum, svo leynast mætti burt, ef óvinir kæmi á óvart, — en hann átti sökótt; — færa menn þessu til sönnunar, að í minni manna, er enn lifa, fanst

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.