Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 26
26 ar frá neinni hlið; skyldi helga hinura heilaga Marteini kirkjuna og kenna bæinn við hann. Var þá reistur staður og kirkja í Marteinstungu. Þar er foræðismýri kringum alt túnið. Norðan- til í Pululandi var síðar reist smábýli, sem heitir Pula. Meiri hluti landsins lagðist þó til Marteinstungu, en sumt tilKöldukinn- ar. — I sambandi við munnmælin, um manndauðann í Pulu, er það ekki ómerkilegt, sem sagt er, að Marteinstunga hafi fyrruin verið kölluð Sóttartunga. Og bæjarnafnið Pula (= þraut) bendir líka til þess, að þar hafl eitthvað bágt komið fyrir. En þá ligg- ur líka nærri að hugsa, að Pulu-nafnið hafl myndast eftir að bærinn var kominn í eyði, en að hann hafl heitið eitthvað annað áður. Því miður mun ekki unt að vita neitt um þetta með vissu. 3. Akbrautarholt er nefnt til þess, að ekkja Klofa-Torfa hafi geflð það, ásamt Vindási og Hreiðri, fyrir kirkjuleg Torfa í Skálholti. Akbrautarholt heflr tvisvar sinnum verið fært und- an sandfoki. Stóð bærinn fyrst sunnan í háum ás, nál. hálfri bæjarleið í suðvestur þaðan sem hann er nú. Asinn er samsett- ur af stuðlabergsdröngum og lausagrjótið, sem er utan í honum, eru molar úr því bergi. Er merkilegt að sjá í sárið á dröngum, er brotnað hafa, þar eru hringmyndaðar rákir hver utan um aðra likt og árhringar í tré. Drangarnir eru flestir 6-strendir; sumir þó 5-strendir, og nokkrir 4 strendir og flatvaxnir. Meðallengd þeirra er um 8 fet. Bærinn hefir staðið hátt uppi undir brún á ásnum, en bænhús og kirkjugarður austur frá bænum og litlu iægra. Kirkjugarðurinn er nál. 15 faðm. í þvermál. Bæði bæn- húsið og norður- og vesturhlið kirkjugarðsins hefir verið bygt af dröngum. Hafa þeir, að þvf er virðist, staðið hver við annars hlið utanvert f veggjunum. Veggirnir hafa fyrst fallið innan til, og drangarnir svo á þá ofan. Hefir þessi bygging vissulega þótt merkileg á sínum tíma. Bænhústóftin lítur næstum út sem hrúga, og liggur einn mikill drangi yfirum hana þvera framan til. Er sagt hann hafl verið yfir dyrum. Þaðan liggur drangastétt að sáluhliðinu, og heldur hún sér nokkuð, en sáluhliðið er fallið saman. Austur- og suðurhliðar kirkjugarðsins eru meira úr lagi gengnar; enda liggja þær lægra, og þar er færra af dröngum. Mönnum hefir ef til vill þótt erviðara að færa þá þangað, því það er lengra frá ásbrúninni, sem þeir eru teknir úr. Þó máog vera, að sumir þeirra séu á seinni tímum dregnir á ís til annara bæja. I bæjarrústinni er lltið um dranga, enda er hún mjög úr lagi gengin. Eigi vita menn hvenær bærinn var færður af þess- um stað. Þá var hann settur suður og austur á túninu, og þar

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.