Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 23
23 það séu fénaðarhúsatóftir, t. a. m. tvö fjárhús, heytóft og stekk- ur með lambakró. Um það fullvrði ég ekkert að svo stöddu. Það er ætlun manna, að þetta séu Hrappsstaðir þeir, er Njála nefnir (k. 91.). En á hinn bóginn þykir hvergi jafnliklegt og á þessum stað til þess, að þar hafi veriðbærinn: »Undir Þrí- hyrningi«, þar sem Starkaður bjó; og vist var itm það, að alt sam- band var við Rangárvöllu en eigi við Fljótshlíð. En þetta getur samrýmst: Eftir dauða Starkaðar gátu f'rændur Gunnars eignast landið, Þráinn fengið það Hrappi og hann nefnt bæinn eftir sér. Að vísu sker Fiská Hrappstaðanes frá Þrihyrningi, þvi hún renn ur við fjallið sjálft; en þessi bær hefir átt land báðumegin við hana og þvi norðurhluta Þrihyrnings og þar austur af. Gagn- vart bænum er mýrardrag, sem heitir Veita\ þar sjást fornir veitustokkar; einnig sjást þeir á Harðavelli, sem er skamt þaðan út með fjallinu. Hér haf'a því verið notaðar vatnsveitingar, og hefir það án efa verið frá þessum bæ. Enda er það svo enn í dag, að flestir bæir við Fiská eiga land á báða vegu við hana. Landnám Þorkels bundinfóta, »er land nam umhverfis Þríhyrning*. hefir þvi eflaust náð norður fyrir hana, og liggur þábeint við, að hann hafi gjört bæ sinn á þessum stað. Er réttmæli að kalla hann »Undir Þríhyrningi«, enda þó lítil spræna sé á milli. Eigi vita menn hvenær bær þessi lagðist í eyði; en hætt er við, að vikurfall hafl valdið því. Þar er nú nokkur lyngmóagróð- ur. Stærð tóftanna á myndinni er hér um bil þessi: Tóftin a: er nál. 9 faðrn. löng og 3 faðm. við; b: c: d: e: hver 3 faðm á hvorn veg; /: sýnist heldur minni enn þær, mun ar þó litlu; g: er 6 faðm. löng og 5 faðm. víð; h: (austur hiuti húsgarðsins) er að austan 3 f'aðm. breiður, en við þvergaiðinn 6 faðm., lengdin 12 faðm.; k: (bilið milli þvergarðsins og tóftarinnar d) 3 faðm. langt., í: (vesturhluti húsagarðsins) 8 faðm. á hvorn veg; inn í hann virðast dyr tóftarinnar f: hafa snúið. Milli tóftanna b, c og ít eru milliveggir svo rýrir, að þeir hafa naumast verið fullháir; og hafa þá þilveggir staðið of'an á þeim. Mælingin er ekki nákvæm. 53. Holt hika kunnugir menn nú eigi við að nef'na íúst- ina, sem er í suðurenda Reynifellsöldu, því ailar líkur mæla ineð, að þar hafi Hróðný búið fremur enn annarstaðar. Hefir sá bær einnig átt land sunnan Fiskár, og hefi ég sagt ætlun rnína um það i Árbók fornleifafél. 1896 bls. 32 og þarf eigi að taka það hér upp aftur. Rústin er hleðslugrjótsbreiða mikil, sem mestöll liggur á

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.