Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 32
ur við endannn á henni »Vat/hyrna«, það merkir, að greinin sé tekin úr handriti, sem nefnt var þannig, en nú er bæði víst, hvaða handrit þetta sé og hvaða sögur hafi staðið í þvi (Guðbr. Vigf.); meðal þeirra var einmitt Kjalnesingasaga, og t. d. Vats- dælasaga; úr henni er tekin fyrsta setningin, »Hof í Vatnsdal [ok Hof á Kjalarnesi] hafa hér á landi stærst verit, einkum stórt hundrað fóta á lengd [þat syðra var ok l.x fóta breitt]* (sjá Vatsd., Fornms. 269). Athúsið er hér kallað »kór eða goðastúka«; kórr er annars ekki haft í þessari merkingu og »goðastúka« finst ekki i fornu máli. Inn í þessa grein er skotið athugasemd sjúlfs afskrifarans um goðin, en sleppt greininni um eiðhringinn, 0g um »íé þat« er haft var til mannfagnaðar; en báðar þessar greinar standa tramar; þar stendur baugr fyrir hringr og fleira smáafbrigði; merkust er viðbótin þar um, að hringinn skyldi »rjóða í rauðu (rangt f. roðru) blótnauts þess, er hann [hofgoð- inn] blótaði«. Þetta sama stendur orðrétt eins í 1. kap. í þætti af Þorsteini uxafót (i Flateyjarbók I, 249) og er tekið úr sömu bók, sem þáttar höf. hefir notað, en þessi bók er ekkert annað en Hauksbókar-Landnáma. (I sjálfri Melabók heflr þessi grein víst aldrei staðið). En vér hverfum nú að Kjalnesinga- sögu. Þessi saga er nú svo að segja tómur skáldskapur og ekk- ert í henni bygt á fornum arfsögnum. Hún er saman sett á öndverðri 14. öld; það er þvi ómögulegt, að skoða hana sem sjálf- stætt heimildarrit. Höfundurinn hefir notað eitthvert Landnámu- handrit og tekið úr því nafn Helga bjólu til aö byrja með og segir frá Örlygi og Pátreki byskupi eftir þeirri bók, en breytir til eftir eigin geðþótta og býr til nýja menn og tengdir, sem aldrei hafa átt sér stað: lætur t. d. Helga vera giftan dóttur Ingóifs landnámsmanns og eiga við henni 2 sonu; alt þetta er tilbúningur. Ilann hefir þekt fleiri rit eöa heyrt úr þeim; hann nefnir Konofogor konung á Irlandi; svo nefnist siná-konungur einn í Oláfs sögu helga, er Eyvindr úrarliorn barðist við. Þaðan er nafnið komið inn i Kjalnesingasögu. Hér þarf ekki vitnanna við. Þegar svo á stendur, er það hæpið, að ég ekki segi ómögu- legt, að hofslýsingin í þessari sögu sé forn sagnararfur, sem hafl gengið ætt frá ætt og loks hafnað 1 sögunni. Þegar lýsingin svo er krufin til mergjar, sannast það til hlítar, at svo er ekki máli farið. Lýsingin er blátt áfram »lærður« samtíningur úr öðrum og

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.