Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 33
33 eldri ritura, aukinn af höfundi sögunnar eftir hans eigin ímyndun og hugarburði. Vér viljura líta á hverja sraágrein fyrir sig. I (sjálf hoflýsingin) er líklega eigin hugarburður höf.; »hundrað fóta lengdin« getur þó vel verið lánuð frá Vatsdælu. II (hoftolls greiðslan) er samhljóða Eyrb. V. og gæti vel verið tekin þaðan. III (Þórs tignunin) er tekin úr Olafs sögu Tryggvasonar 69. kap. í Heimskringlu [eða en þó síður úr Oláfs sögu raeiri (eins og hún er í Fornmannasögum) 117. kap, (»Þórr . . . var rnest tígnaðr)]; srabr. Konofogor í Olafssögu helga í Heimskr., sem áður var á drepið. IV. (Afhúss-lýsingin) minnir mjög á Eyrbyggjulýsinguna [I endann); orðin eru reyndar ekki alveg eins, en hugsuuin er alveg söm. Þó er vel þess að gæta, að orðin innar af eru í báðum sögunum; orðið »kringlótt«, i Kjaln. svona tómt, út af' fyrir sig, kemur undarlega við; það vantar hús; ef þetta orð, sem eitt handritið hefir (fyrir framan »kringlótt«), væri sett inn, verður málið hér um bil alveg það sarna; Eyrb.: Innar af hofinu var hús = Kjaln.: þar var gört af innar hús [kringlótt o. s. frv.]. Hér getur ekki verið vafamál, að Kjaln. hefir skrifað upp úr Eyrb. Viðbótin : kringlótt svá sem húfa vœri er tilbúningur eftir Eyrb.: »í þá líking sem nú er sövghús á kirkjum; en höf. Kjaln. hefir misskiiið orð Eyrb. og haldið, að »liking« hennar væri tekin af lögun sönghússins, en það er ekki, sem áður var sagt. Orðin: þat var alt tjaldat ok gluggat er eigin viðbót höf. til þess, að gera alt sem viðhafnarmest. Að minsta kosti er það vist, að það var ekki mikið um glugga á hofunum í fornöld, svo að í frásögur sé færanda. Tjöld haf'a líklega getað verið i þeim, eins og í öðrum húsum yfir höfuð að tala. V (Þórr í miðju, goðaskipunin) er bæði tekin eftir Olafs sögu Tryggvas. sama stað (í Heimskr.) [sat Þórr þar; smbr. Þórr sat í miðju í Fornmannas., og svo kann að hafa staðið í einhverju hdr. Heimskr., smbr. Óláfss. Odds munks k. 41 (Hólmabók) = k. 53 (Groths útg.)] — og eitir Eyrb. IV; að minsta kosti stendur ekkert i Kjaln. f'rekara en á þeim stöðum, er vitnað var til. VI (stalla-lýsingin) er hvergi, nema hér, og mun um þetta atriði rætt síðar. VII (eiða-hringurinn); það sem hér er sagt, stendur og að miklu leyti orðrétt í Eyrb. (II), og er vafalaust tekið þaðan. — Það sem Kjaln. hefir um í'ram er, að hringurinn hafi verið »af silfri görr«; þetta er höf. eigin viðbót, og þó röng; hringurinn 5

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.