Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 41
Yfirlit
yfir þá muni, er Forngripasafni íslands
hafa bætst 1897.
(Tölurnar fremst sýna tölumerki hvers hlutar í safninu; í svigum standa nöfn
þeirra, er gefið hafa safninu gripi).
4362. Belti úr silfri með flauelslinda.
4363. Tveir hnappar úr prinsmetal fundnir i jörðu hjá Reyni-
stað í Skagafirði.
4364. Styttuband frá Stað i Aðalvik.
4365. Þýzkur minnispeningur úr silfri.
4366. Þýzkur minnispeningur úr silfri.
4367. Italskur peningur úr silíri.
4368. Italskur peningur úr silfri.
4369. Amerikskur silfurpeningur.
4370. Silfurpeningur frá Chile.
4371. Silfurpeningur frá Hong-Kong.
4372. (Ólafur gullsmiður Sveinsson í Reykjavík); Skúfhólkur úr
silfri, mjög lítill.
4373. Tvo istöð úr horni.
4374. Sylgja með þorni, úr bronsi.
4376. (Benidikt Sveinsson á Brekku í Mjóafirði); Brot af göml-
um látúnsbúnum söðulreiða.
4377. (Arngrímur Arason, bóndi í Krossbæ í Nesjum í Hornafirði);
Beltispör og parastokkur úr látúni. Fundið i þúfu nálægt
Krossbæ.
4378. Kventreyja, silfurlögð úr svörtu klæði frá 18. öld.
4379. »Motur« úr svörtu flaueii, lagður silfurvír. Austan úr
Múlasýslu.
4380. Gamalt altarisklæði úr Hólakirkju.
6