Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 9
9 Þingholts þingstaður, sem Sigurður Vigfússon hefir lýst (Árb. fornl.fél. i889—92, bls. 60—61), er í Lftndsveit í Flagveltulandi vestur .við Þjórsárfarveginn, sem Árnesskvíslin rennur nú eftir. Þangað fór ég og bjó til uppdrátt af þingstaðnum. Sýna tölurn- ar 1—8 á uppdrættinum búðir þær, sem S. V. hefir einkent með sömu tölum í lýsingu sinni. [Eg efast raunar um, að 8 hati verið búð]. Talan 9 á uppdrættinum táknar fjárhús og talan 10 annað fjárhús, sem fjárrétt er bygð við. Á báðum þeim stöðum hafa búðir verið áður og sér þess merki. Talan 11 sýnir dómhring- inn; 12—12 (holtið) Þingholt; 13—13 íornar götur; 14—14 Þjórs- árfarveginn, og liggja göturnar að honum þar, sem ætla má, að Holtavað hafi fyrrum verið. 8. Rangárvailasveit. 1. Næfraholt (Nœfurholt) stóð suðvestan i felli því, er gengur inn með Rangá austanverðri, að botnum hennar, og er það útnorðurbrún fjalláss þess, er Hekla stendur á. Hér var kirkja fram til 1765. En bygð þar lagðist niður 1845, er hraun- flóð úr Heklu fylti bæjarlækinn og tók af vatnsbólið. En sá bær, er Háls hét og talinn var hjáleiga frá Næfraholti, var þá gjörður að heimajörð og látinn bera nafnið Næfurholt. Sögn er þó, að Háls hafi verið sami bærinn sem landnámsbærinn Þórunnarhdlsar, og er það líklegt, því uppi yfir bænum er hálsahryggur sá hinn mikli, er gengur inn af Bjólfelli. En þar hafði bygð iagst niður um hríð, og hefir landið þá gengið undir Næfraholt; verið svo bygt aftur siðar sem hjáleiga þaðan. 1. Ás hét hjáleiga frá Næfraholti, og stóð vestan í ásnum, sem er suður frá gamla Næfrahoiti, en norður frá Hálsi. Þar er blásið, og sér til gamalla rústa. 3. Nýibœr hét hjáleiga út með læknum, sem rennur frá Næfurholti (Hálsi) tii útnorðurs. Stekkjarbrot er ofan á rústinni. Enginn veit, hve nær þessar hjáleigur voru í bygð. 4. Rraunteigur heitir þar sem ný-nefndur lækur fellur í Rangá. Þar var býii fáein ár um eða eftir miðju þessarar aldar, sér þar tóftirnar. 5. Breiðholt heitir flöt hæðarbunga vestur frá Næfurholti (Hálsi). Hún er nú mjög blásin norðan og vestau tii, en austan 2

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.