Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 16
16 var á, er örblásið norðan og vestan til. Bæjarrústin er í hlé sunnan í því og heflr orðið sandorpin. En síðustu árin heflr brekkan gróið upp aftur. Sér því lítt til rústa. Fjós og hey- garður var uppi á hryggnum; þar er ógróið og sést grjótdreifln. Aurmál kirkjnnnar sést að nokkru leyti og hefir hún ekki verið stór. Þrír legsteinar eru þar, og eru tveir hinir eldri með líku letri og settleturs steinninn í Stóra-Klofa, enda frá sama tíma. — Á þá tókst mér að lesa og er það þannig: 1 steinn: »Hvíldarstaður þeirrar frómu og guðhræddu kvinnu Solveigar Einarsdóttur, sem tyrir þann stundlega dauða inngiekk í síns herra fögnuð þann 6. oktob. 1640 á 52. ári henuar æfl. — Sáler riettlátra eru í Gvðs hende og eingen Pína snerter þær. Sap. Guðmundur Guðmundss. sculpsiU. 2. steinn : »Hier er í lörðu til Hvildar lagður líkami þess ættgöfuga Heiðursmanns siera Grims Einarssonar er sofnaði í Guði á 73 ári síns aldurs Xtri Ao 1671 frá sinni Eiginkvinnu guðhræddri Margrietu H. D. Á 2. ári þ(eirra) HB (hjónabands) og epterlifande barne Kristinu G. D. Þesser eru þeir sem komner eru úr hörmunginne miklu og sinn skrúða haf'a þvegið og hvit- fagað í blóði lambsins. Apoc.«. 3. steinn: »Epitapium. Sofnuð í Gvði. Oddur Jónsson 1781 og Þuríður Magnusdóttir 1766. Þesser hafa yfirunnið fyrir Lambs- ins blóð«. Steinn þessi er í brotum. Allir eru þeir íslenzkir. Á vellinum f'yrir neðan Gunnarsholt eru margir farvegir og garðlög, sem virðast vera skurðir og flóðgarðar og benda til þess að til forna hafi þar tíðkast talsverðar vatnsveitingar úr læknum. (Það er sá la>kur, sem Landnáma nefnir Hróarslæk, en sem á ýms nöfn: efst Reyðarvatnslækur, þá Gunnarsholtslækur, þá Ketlulækur og neðst Varmadalslækur eða SelalæKur). 21. Kotbrekkur voru hjáleiga f'rá Gunnarsliolti, er stóð und ir hraunheiðarbrúninni upp undan hólnum, sem bærinn (Gunnars- holt) stendur nú á. Þar lagði sandfönn yfir 1882 og eyddist bærinn. Þó er nokkuð af túninu enn slegið. Kotbrekkur voru á síðari árum vanalega kallaðar Kornbrekkur. 22. Gunnarsholtshjáleign var vestur írá elzta bænum í tún- jaðri. Hún eyddist af' sandágangi 1810. 23. Hátún var enn hjáleiga f'rá Gunnarsholti. Það stóð norðvestur í brúninni nálægt landamerkjum rnilli Gunnarsholts og Geldingalækjar. Það heflr verið i eyði frá ómunatíð, en nafnið helzt við og sér til rústa. — Sa-gt er, að fleiri kot hafl f'ylgt Gunn- arsholti, og sér merki sumra; en nöfnin eru gleymd.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.