Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 17
17 24. Grdkollustaðir eru og taldir til Gunnarsholtstorfunnar ; þeir stóðu út við Rangá, litlu otar enn á móts við Árbæjarhelli i Holtum. Þar sér nú ekki til rústa, en blásið hafa þar upp brot úr kvarnarsteini. 2o. Staðarkot var við Rangá móts við Snjallsteinshöfða- hjáleigu. Það eyddist af sandtoki 1788. Grastorfa hylur rústina að nokkru. 16. Ketilhúshagi hét bær, alment nefndur Ketla, er stóð norðan við Ketlulæk mots við Kirkjubæ. Hann lagðist í eyði af sandfoki 1882. Þó er túnið enn slegið og landspilda notuð. Um þenna bæ hafði mér áður komið það i hug, að nafn hans gæti varla verið upprunalegt, eins og það er nú baft. Gæti varla hjá þvi farið, að bærinn hefði áður staðið á öðrum stað og þá lieitið Ketilhús (eða Ketilshús, og .s-ið svo fallið úr), en síðan verið fluttur út i hagann, og -hagi þá bæzt aftan við nafnið. Um þetta leitaði ég upplýsinga hjá ýmsum; en enginn kunni að segja mér neitt um það. En Bogi bóndi f Varmadal, Þórðarson bónda f Ketlu, sagðist á yngri árum oft hafa smalað út með læknum, og þá tekið eftir rústarbroti á nefi einu við lækinn yzt í Ketlulandi, og hefði faðir sinn eigi vitað nafn hennar. Var Þórður þó fróður maður. Bogi sýndi mér rúst þessa. Var hún nú eigi orðin annað enn grjótdreif og sumt grjótið lirapað i iækinn með aurrennsli, En nú tókum við eftir þvi, að rústirnar voru tvær, sin á hvoru nefi, sem eru hvort lijá öðru að kalla. Þótti mér líklegt, að annað væii bæjarrúst, • en hitt fjós og heystæði. Ellegar, ef til vill, að bærinn hefði fyrst verið færður þenna litla spöl, en síðan lengra austur með læknum í beitilandið eða hagann, þar sem Ketla var síðast; — því ekki þótti mér annað lfklegra, enn að allt væri sama býlið, og að nú væri gátan ráðin. En það, að nafnið Ketilhús var gleymt, þóttí roér benda til þess, að mjög muni langt síðan, þessi flutningur vaið. Ég set þetta fram hér öðrum til athugunar. 27. Gröf hét bær á undirlendinu norðanmegin við Varma- dalslæk litlu ofar enn móts við Varmadal. Bærinn hefir staðið undir frálausri hæð, og er túnið og rústin óblásið að mestu, og engi mikið þar fyrir neðan, en hagarnir, sem verið hafa fyrir ofan, eru örblásnir. Gröf var síðast bygð 1798. 28. Grafarbakki hefir verið hjáleiga frá Gröf, var stuttum spöl fyrir ofan hana og stóð uppi á brúninui, þar sem nú er alt örblásið, þó er rústin að nokkru leyti undir grastorfu, og engið er óblásið fyrir neðan með læknum. Grafarbakki var síðast bygður 1787. 8

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.