Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 39
Leiði Guðrúnar Ósvífrsdóttur. —— í hinum forna kirkjugarði á flelgafelli, sem sér fyrir i tún- inu fyrir norðan þann kirkjugarð, sem nú er jarðað i, er mikið og grasi vaxið leiði. Þetta leiði hefir um langan aldur verið kent við Guðrúnu Osvifrsdóttur og kaliað Guðrúnarleiði, bæði á Helgafelli og í Helgafellssveit. Ber því vel saman við Laxdælu, sem segir að Guðrún sé grafin að Helgafelli.* I júnímánuði 1897 rannsakaði ég, ásamt W. G. Collingwood, með leyfi bóndans á Helgafelli, leiðið og fundum við líkur til þess, að leiðið væri kvennraannsleiði frá öndverðri elleftu öld. Leiðið er 11 feta langt, 7 fet og 6 þuml. breitt við nyrðri endann og 6 fet við syðri endann. Hæð þess yfir yfirborð jarð- ar í kring er 2 fet, en dýpt niður í botn 4 fet og 10 þuml. Það veit í norðaustur og suðvestur, eins og sjá má af uppdrætti, er (ylgir grein þessari. Gröfin var veglega hlaðin upp öllu megiu og fanst í henni mikið af viðarkolum, líkt og hefir fundist í haug- um frá söguöldinni, tii að varna rotnun. Töluvert af beinamold fanst undir viðarkolunum og í nyrðri endanum voru smáar tenn- ur (kvennmanns?) og leifar af hauskúpuhimnu, trefjar af þeim. Á grafarbotninum, við nyrðri endann, var járnryð, hlutur úr járni, boginn og brenglaður, líklega tygilknffur, og lítill fjörusteinn. í miðri gröfinni, hér um bil 8 þuml. frá botni grafar, var lítill steinn, með mörgum fægðum flötum (facetter á dönsku), sem glampaði á. Hann gat verið af talnabandi nunnu, þó ekki væri gat á honum. Svo virtist sem einhverntíma hefði verið rótað í gröfinni og er líklegt, að fjár hafi verið leitað í henni. Getur það verið orsök þess, að ekki fanst meira af talnabandinu eða af *) Laxdæla cap. 78: »Guðrúu andaðist at Helgafelli' ok þar kvílir hon* »Hon var fyrst nnnna á Islandi ok einsetukona*. cap. 76: »Hon nam fyrst kvenna saltara á Islandi*.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.