Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 30
30 hafa á hendi sér til allra mannfunda. A stallanum skyldi ok standa hlautbolli, og þar í hlautteinn sem stökkull væri, ok skyldi þar stokkva með ór bollanum blóði því, er hlaut var kallat; þat var þess konar blóð, er sæfð váru þau kvikindi, er goðunum var fórnat. Umhverfis stallann var goðunum skipat í afhúsinu. Til hofsins skyldu allir menn tolla gjalda og vera skyldir hofgoða til allra ferða,sem nú eru þingmenn höfðingjum, en goði skyldi hofi upp halda af sjálfs sín kostnaði, svá at eigi hrornaði, ok hafa inni blótveizlur«. Hér eru þá mörg atriði, er lýst er með fullri greind: I. hofdögunin; II. stallinn með eiðhringnitm; III. hlautið o. s. frv.; IV. goðaakipunin; V. hoftoUagjaldið m. m. Það er III., hlautið o. s. frv., sem hér má bera saman við þaö, sem Snorri segir; og dylst þá engum, sem ber hvorttveggja saman, að hér er ein og sama frásögnin; munurinn er einungis sá, að niðurskipun hinna einstöku setninga er öðru visi; að það er ein og sama frásögnin sést bezt af því, að hlautteiuinum er líkt við stökkul á báðum stöðum; það er ólíklegt, að ég ekki segi ómögulegt, að sama hefði svo dottið tveimur höfundum í hug. — Hér er um tvent að gera, annaðhvort heflr Snorri notað Eyrbyggju (eða Eyrbyggja Snorra) eða báðir höfundar hafa notað þann þriðja, sem þá var þeirra elztur. Það er vandi, að greiða til fulls úr þessum atriðum. Að báðir höfundarnir, Snorri og höf. Eyrbyggju, liafl notað eldra rit, er að því leyti ósannanlegt, að hvergi finst örmöl hofslýsingar í eldri ritum, er nú eru til. Mér þvkir einna iíklegast, eins og ég drap á fyr, að Snorri hafi sjálfur sett sam- an sína lýsingu; það er hans yndi að lýsa fornum siðum og venjum; hann likti á ýmsan hátt eftir fornmönnum frá 9., 10. og II. öld; margar af fornfræðisgreinum í Heimskringlu eru bein- línis eftir hann. Lýsingin er líka svo ofin inn í alla frásögnina, að það er vandi að sjá, að hún sé að eins útdráttur úr annari lengri og fyllri lýsingu, eins og sú er, sem er 1 Eyrbyggju. — Aftur á móti er hægt að skilja, að höf. greinarinnar í Eyrbyggju hefir notað Snorra. Hann hefir vel getað og jafnvel þurft að setja svo fullkomna lýsingu saman úr köflurn og greinum, sem voru dreifðar hér og hvar; hann hefir orðið að nota ýms heim- ildarrit eða heimildarmenn. Af þessu leiðir, að greinin er yngri en Heimskr., og er ekkert á móti því að svo sé, en þar af leiðir ekki, að Eyrb. sé yngri en Heimskr. Það er sem sé ljóst, að mér finst, að greinin er innskotsgrein í Eyrb. og ekki eftir hinn upphaflega höfund hennar. Það átti alls ekki við, að fara að lýsa hofum, eins og þau voru vanalega, þarna, þar sem verið er

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.