Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 37

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 37
37 auðvitað hefir Þór verið prúðbúinn; engu að síður er viðbótin ekki tekin úr eldri heimildarritum. I Olafs sögu hinni meiri, i Fornmannasögum (II, 44. kap. 167) hljóðar þessi grein svo: »En er þeir kómu í hofit, skorti þar eigi skurðgoð. Þórr sat í miðju ok var mest tignaðr; hann var mikill ok allr gulli búinn ok silfri«. Hér er gengið feti lengra, orðin eru orðin sterkari (mihi.ll ok allrl) og byrjunarorðin dálítið aukin (xkorti þar eigi skurðgoð); vitanlega hefir höfundur þe.ssar- ar Olafs sögn hér þó að eins afskrifað Snorra; breytingin og við- aukinn er frá hans eigin brjósti. I Olafssögu í Flateyjarbók er nú loks öll frásögnin lengri og viðhafnarmeiri (k. 268); þar er til- búin löng og mærðarfull samræða milli Járnskeggja og Olafs kon- ungs, sem er samin á 14. öld og næsta lítilfjörleg, en þó ein- kennileg fyrir sinn tíma. »[Varir mik — segir Skeggi —, ef þú sér Þór, guð várn, ok allan hans umbiínað, at þér lítisk hann því vegligri, sem þú hyggr görr at honum ok vandligar] .... En er þeir kómu í hofit, skorti þar eigi skurgoð. Þór sat f miðju; hann var mest tignaðr; hann var mikill ok allr búinn gulli ok silfri; sá var umbúnaðr Þórs, at hann sat í kerru; hún var mjök glæsilig; fyrir henni váru beittir tréhafrar 2 harðla vel görvir; á hvelum lék hvortveggja kerran ok hafrarnir; hornatog hafranna var slungit af silfri, alt þetta var smíðat með undarliga miklum hagleik« o. s. frv. Hér á eftir kennir svo löng samræða þeirra Skeggja og lætur höf. Skeggja ginna Ólaf til að taka i »hornatog- ið«, til þess að láta Skeggja geta strítt Ólafi og segja í háði: »hvat er nú konungr, hefir þú nú vingast v>ð Þór ok görst nú þegn hans ok þjónustumaðr« o. s. frv. Þessi barnalegi tilbúning- ur er nú einmitt til þessa gjörður, að láta Skeggja fá Ólaf til að teyma Þór og þar með eins og gerast hofþjónn. Til þess að geta látið þetta verða, þurfti að lýsa þvl, hvernig Þór varð teymdur, og af því er lýsingin á kerrunni og því sem þar til heyrir orðin til; en hún er ekki eidri en frá 14. öld, og því auðvitað algerlega marklaus; það er ekki sagt að kerra Þórs hafi verið nokkursstaðar til svo sem henni er hér lýst. Alt þetta er tilbúið utan um kjarnann í Ólafs sögu í Fornm.s., sera hér í Flat- eyjarb. er tekinn svo að segja alveg óbreyttur. Svona æxlast þá frásögnin og framsetningin rit úr riti, og þetta er eitt dæmi af ótal. Það sem uppskrifarar og »redaktor- ar« á 14. öld bæta inn í af eigin brjósti er auðvitað alveg þýð- ingarlaust; verður því að fara varlega með ýngri handrit og ekki styðjast við þau, nema maður sé viss um, að það og það atriði sé bygt á góðum og gömlum ritum, helzt frá 12. öld.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.