Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 14
14 Sæmundur tekið hann þaðan og sett hann niður á hlaðinu sem hestastein, ojí í því skyni borað gat i gegnum hann. Efni steins ins er hart móberg, sem ekki finst i Þingskálalandi, og mun hann íluttur frá Bjólfelli. Að lögun er hann vandlega valinn, eða þó heldur tilhöggvinn, því jafn reglulega myndaður, flatur og jafn- breiður, drangasteinn úr móbergi mun óvíða finnast af náttúrunni gjörður. A hæð er steinninn manni undir hönd, á breidd meir en fet, en á þykt um þverhönd, — því hann er þynnri í efri end- ann. Að slíkur steinn hafi komið á þennan stað af tilviljun, er mér óskiljanlegt, hlýt því að skoða hann sem bendingu um dóm- hringinn, án þess þó að fullyrða neitt frekara. Eigi þótti mér þörf að lita nákvæma lýsingu á þingstaðnum, því Sigurður Vigfússon hefir gjört það (sjá Arb. fornl.fél. 1888— 92, bls. 54). En þar eð uppdráttur hans hefir eigi orðið prentað- ur, bjó ég til lítinn uppdrátt af túninu, bænum og búðatóftunum, sem getur gefið hugmynd um þingstaðinn. Nokkurra skýringa þarf uppdrátturinn, og set ég þær hér: 1. er Þinghóll, þar er túnbrekkan hæst. 2—2—2. túngarður. 3. bærinn (með húsum, húsagarði og heygarðí) 4—4 heimreiðartraðir. 5 5. aflagðar traðir. 6—6. bæjargil. 7. hlaðið og á því hestasteinninn (blót- steinninn). 8—8. gata eftir gilinu heim í traðirnar. 9. austurkál- gaiður (og heyhlaða i honum). 10. vesturkálgarður. — a. búð Marðar gigju. b. búð Gunnars á Hlíðarenda. c. Njálsbúð. En hér ber sögunni þó eigi satnan, því d. er líka eignuð Merði gígju, en sumir eigna hana Dalverjum og siðar Oddaverjum. Gunnars og Njáls búðir voru Sigurði sýndar fyrir austan traðirnar. Hætt er við að allar sagnir um þetta séu bygðar á getgátum. Er það sannarlega til of mikils ætlast, að munnmæli frá fornöld greini enn i dag rétt frá einstökum búðum, þar sem þær erusvomarg- ar. A þrem stöðum sést, að Brynjúlfur hefir bygt peningshús of- an á f'ornvirki, og sjást tóftir þeirra húsa : x1 virðist vera stór lambhústóft, x11 lítil hesthústóft, og x111 tóftarbrot, sem að nokkru levti er fallið í gilið. Þenna útúrdúr, um þingstaðinn, gjörði ég hér af því, að hann var i Víkingslækjarlandi. Kem ég nú aftur til eyðijarð- anna: 18. Borgartún hét hjáleiga frá Víkingslæk. Hún var í sömu hraunbrún nokkru austar (eða til suðausturs). Þar nálægt sem hin eystri kvísl Vikingslækjarins kemur upp. Þar er sagt að verið hafi »hundraðs tún«, þ. e. gefið af sér 120 hesta töðu. 19. Heiði stóð fyrst í hraunbrún eigi allskamt suður frá Borgartúni, — Kemur þar víðlent hraunflóð framundan Víkings-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.