Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 19
19 eigi vita menn hve langt er siðan hún lagðist í eyði. Til skams tíma hefir grastorfa hulið rústina, en er nú blúsin af. Sést rústin þvi nokkurn veginn. Smá hlutir hafa fundist þar og verið gefnir Forngripasafninu. Þar b!és og upp mannsbeinagrind og var hún heil og eigi líkleg til að vera frá fornöld. Engir hlutir fundust hjá henni. Er getið til, að þar hafi seint ú miðöldunum verið dysjaður einhver umkomulaus flækingur, sem úti hefir orðið. 41. Keldnakot var hjáleiga frá Keldum og stóð svo sem stekkjarveg vestur frá bænum, við upptök Stokkalækjar. Stóð bærinn fyrir austan lækjarbotninn og sjást þar rústirnar, en fyrir vestan botuinn er hóll, sem Kirkjuhóll heitir, og er á honum grastorfa, sem lækurinn hefir varið; annars er þar örblásið. — Það er eflaust þetta býli, sem við er átt i þessum orðum: »Svo má niða Dagverðarnes, að það verði ekki betra enn Keldnakot«. 42. Króktún var önnur bjáleiga frá Keldum og stóð fyrir utan læk þann, sem rennur suðvestan við túnið. Sagt er, að bóndinn, sem bjó á Keldum um Skaftáreldstímann, hafi leyft hús- viltum bónda úr Skaftafellssýslu að byggja þetta býli. En 1846 hafði sandfok gjört Keldum svo mikinn skaða, að nauðsyn þótti bera til, að bæta hann upp með því, að leggja Króktún niður. 43. Tunga, sem stóð í tungunni milli Stokkalækjar ogRangár (eystri), var og hjáleiga frá Keldum. Hún var lögð niður 1876, til að bæta upp skemdir, sem Keldur höfðu þá af nýju fengið af sandfoki. I Tungulandi sjást mikil merki fornra vatnsveitinga. 44. Hóll ætla menn að heitið hafi hjáleiga, er staðið heflr vestan í túninu á Keldum. Hefir rústin á siðustu árum blásið þar upp suðvestan í stórum hól, sem enn er grasivaxinn sunnan og austan megin, og heitir þar Hólavöllur. Það er nú í túnjaðri. — Sagt er að bærinn að Keldutn hafi í fyrstu staðið fyrir sunnan bæjarlækinn, en kirkjan verið bvgð fyrir norðan hann, þar sem hún er enn, og hafi bærinn síðan verið færður þangað. Því hefir sandfok þó eigi valdið. En svæði það, setn verið hefir tún hins forna bæjar, hefir lagst undir sand á sfðari árum. 45. Hraunkot nefna menn bæjarrúst, sem fyrir nokkru hefir blásið upp í hrauninu norðvestur at' Knafahólum. Það er i Keldna- landi og hefir því hlotið að vera hjáleiga þaðan. En þar eð menn vita ekkert frekara um þetta býli, þá þykir jafnvel óvíst, að nafnið Hraunkot sé hið upprunalega natn þessa bæjar. 46 Keldnaeel stóð i hraunbrúninni skamt inn frá Knafa- 'bólum; en áður hafði það staðið nokkru sunnar og austar, en verið fært þaðan undan sandfoki. Svo sagði mér Guðrún Guð- mundsdóttir ekkja á Reynifelli, fróð og minnug vel, að móður- 3*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.