Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 21
21
verið færður austur með þeirri brún, áður en hann fór alvegaf;
hefir sandfok valdið því. Upp úr rústum hins upprunalepa bæj-
ar er nú vaxið melgras. Þar hefir runnið lítil á eða kvísl ofan
hjá bænum, vestanmegin hans. Hún hefir komið ofan úr Vatna-
fjöllum og komið ofan í bæjarlækinn á Keldum og ásamt honum
fallið í Rangá. Hún hefir heitið Sandgilsá eða Sandgilja. Hún
er nú þornuð, því strax er hún kemur fram úr Vatnaljöllunum,
hverfur hún í sand. En farvegur hennar sést og heitir enn Sand-
gilja. Sandgil eyddist til fulls tiálægt 1760. Sá, er þar bjó síð-
ast, hét Guðni Bjarnason og var hann móðurtaðir Guðna bónda
Sigurðssonar á Geldingalæk, föður Vilborgar, móður Guðmundar
bókbindara Péturssonar á Minna-Hofi. Svo sagði Guðrún á Reyni-
felli. Hevrt hafði hún, að Guðni Bjarnason hefði orðið úti, oger
likið fannst, hafði það veríð jarðað í öilum fötunum kistulaust.
Slíkt þoldi aldarandinn i þá daga.
48. Markhóhrúst verður að kenna við Markhól, afþvíann-
að örnefni er ekki nær, en hið rétta nafn týnt. Markhóll er
norður f'rá Sandgili fyrir vestan ána; mun Keldnaselsland hiifa
náð þangað. Rústin er spölkorn austur frá hólnum, en þó fvrir
vestan ána. Eru þar miklar byggingarleifar, svo auðséð er að
þar hefir bær verið og eyðst af sandfoki fyrir löngu. Annað vita
menn ekki um þenna bæ.
49. Melakot var meðaibæjarleið í norðla'gt austur f'rá
»Markhólsrústinni«. Þar er sagt, að bygð liafi haldistlengi frarn-
eftir og er enn óblásið nokkuð af túninu, 'en landið þar útifrá er
þó alt örblásið. Farvegur Sandgilju liggur niðurmeð túninu að
sunnan og beygist vestur með því að neðan. Bæjarrústin er norð
austanmegin við torfu þá, sem sem eftir er af túninu: sér þar
mikið af byggingargrjóti i sandinum og sumstaðar mótar fyrir
tóftum. Skamt fyrir utan túnið sjást leifar af miklum grjótgarði,
sem þar liggur skáhalt til vesturs. Hann liggur yfir kvísl af
Sandgilju og hefir verið mestur þar sem hann stendur lægst. Lít
ur svo út, sem hann hafi verið gjörður til að veita vatni úr Sand-
giijn.
50. Tröllaskógur, bær Önundar, sein Njála getur, hefir
staðið meðalbæjarleið t suðaustur frá Melakoti. Þ;ir er ávöl alda
úr móbergi (breccie), aflöng frá norðaustri til suðvestur, og hefir
bærinn staðið á suðvesturendanum. Aldan er hraunum girð alt
um kring. Farvegur eftir uppþornaðan læk er suðaustanmegin
hennar og eigi ólíkt, að annar sé hinumegin. Hrauniu eru án
efa eldri en Islands bygging, og hafa fyrrum verið grasi og
skógi vaxin og aldan einnig. En nú er alt þetta svæði örblásið