Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 12
12 til útsuðurs, en beygist síðan til suðuráttar. Þar sera hún er að beygjast, var bær, sem heldur nafninu : 13. Kastalabrekka; en hjáleiga var dálitið sunnar i brún- inni, nefnd Kot (Kastalabrekkukot?). Brúnin hefir blásið nokkuð, og þvf mun það vera, að Kastalabrekka hefir lagst í eyði. En svo er langt síðan, að engar sagnir eru um það. Kot er enn bygt, og hefir landið lagst þar til, svo það er nú sjálfstæð jörð; en í Kastalabrekku er stekkur, því ekki er þar örblásið. Nátægt Koti var brunnur, sem sagt er að báðir bæirnir hafi sótt neyzlu- vatn í; en hann þornaði 1 jarðskjálfta, og sækir Kotfólk nú vatn í Selsundslæk, og er það klukkutímaferð. Brunnurinn sést enn hjá Koti. — Skamt framar liggur nýrri hraunkvísl, uppgróin, sem þó er eldri en Stóra-Skarðshraunið; hún myndar breitt horn til vesturs, en svo gengur brún hennar til suðurs og austurs. Vestast á horninu var bær, er hét: 14. Steinkross, og er þangað stutt bæjarleið til útsuðurs frá Koti. Sá galli var á þessari jörð, að þar var ekki vatnsból til frá ómunatíð. En vatn hafði verið sótt i Kotsbrunn, meðan það var þar, en síðan i Víkingslæk, sem þó er hálfsannarstíma terð hvora leið. — Sama er um Dagverðarnes, sem er spölkorn austar í sömu brún, og er enn bygt, að þaðan er vatn sótt í Víkingslæk. — Brúnin norður frá Steinkrossi tók að blása upp á þessari öld, svo að bæinn varð að flytja austar á brúnina, nær Dagverðarnesi. En árið 1882 gekk sandfokið svo þar að, að bóndinn, sem þar bjó, héizt ekki við og lagðist bærinn þá í eyði. 15. Svínhag’i stóð fyrst fyrir sunnan lækinn á hárri brún, og hefir þar hlotið að vera veðurnæmt. Þó hélzt bærinn þar fram til 1813, þá varð að færa hann norður fyrir lækinn ogiítið eitt nær Rangá, og stendur hann þar nú. En rúst hins gamla bæjar er enn að blása upp. 16. Bolliolt er næsti bær fyrir neðan Svínhaga með Rangá. Það hefir tvisvar verið flutt undan sandfoki. Fyrst stóð það inn með ánni, nokkru framar en á mots við Járnlaugsstaði. Þar sjást rústir allmiklar i sandinum; en hið bezta af grjótinu er þó búið að draga heim að Bolholti, sem nú er. Hvenær þetta fyrsta Bolholt eyddist, vita menn ekki. En þá var það aftur bygt nokkru austar og uppi í heiðinni; þar stóð það fram til ársins 1788. Fyr- ir 1780 bjuggu þau þar Eirikur Jónsson og Kristín Þorsteinsdótt- ir, sem Bolholtsætt er frá komin. En 1784 blés þar svo upp, að eigi þótti við vært. Eirikur var þá dáinn, en Kristín fluttist að Stóra-Núpi. Fjögur ár eftir það var þó reynt að halda bygð á

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.