Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 31
31 að tala ura landnám Þórólfs, það slítur söguna um það og um- búnað bans í sundur. Það er fleira í Eyrbyggju af þess konar innskotsgreinum. En hvort sem menn nú vilja trúa þessu eða ekki, og hvernig sem menn annars vilja lita á Eyrbyggju grein- ina, þá er hún mikils virði og er eflaust eldri en trá þvi um 1260—70. Og það er ekkert í henni, sem eiginlega sé ástæða til að rengja. Sérstaklega vil ég benda á, að þótt afhúsinu sé líkt við kór í kirkjum, er ekkert hægt aö álykta af því um lögun afhússins, og ekki að það hafi t. a. m. verið hálf hringmyndað. Það er að eins hlutfallið milli afhússins og hins (aðal-)hluta hofs- ins, sem líkingin á við. Eftir Eyrbyggju eru þá þau atriðin, sem gröf'iur í hofrúst- um gæti birt oss, afhús-lögunin og afstada þess við aðal-hofið, (eins og raunar þær rústir sýna, er þegar hafa verið grafnar upp), stallurinn, er eiðhringurinn lá á, eða leifar af honum, og ef tii vill hinir stallarnir, er goðalíkneskin hafa staðið á. Hér við bætist eftir Heimskringlu langelda stœðib .eftir miðju góifl (og setin eða bekkirnir beggja vegna eftir endilöngu húsinu). Litum nú á Kjalnesingasögu. Þar stendur svo: »(I) Hann lét reisa hof mikit i túni sínu; þat var c. fóta langt, en sextugt á breidd; (II) þar skyldu allir merin hof'toll til leggja. (III) Þórr var þar mest tignaðr; (IV) þar var gört af innar krínglótt svá sem húfa væri; þat var allt tjaldat ok gluggat (eða: ok gluggr [gluggar] á). (V) þar stóð Þórr 1 miðju ok önnur goð á tvær hendr; (VI) frammi fyrir þar stóð stallr (stalli) með miklum hag- leik gjörr ok þiljaðr ofan með járni; þar á skyldi vera eldr, sá er aldrei skyidi slokna; þat kölluðu þeir vigðan eld. (VII) Á þeim stalli (stalla) skyldi liggja htingr mikill af silfri görr; hann skyidi hofgoði hafa á hendi tíl allra manntunda; þar at skyldu ailir eiða sverja um kennslumál öll. (VIII) Á þeim stalli (stalla) skyldi ok standa bolli af kopar mikill; þar skyldi í Játa blóð þat alt, er af þvi fé yrði, er Þór var gefit eða mönnum; þetta köll- uðu þeir hlaut ok hlautbolla. Hlautinu skyldi dreifa yfir menn ok fé, (IX) en fé þat, er þar var gefit til, skyldi hafa til maun- fagnaðar, þá er blótveizlur eru (váru) hafðar. (X) En mönnum er þeir bJótuðu, skyldi steypa ofan í feu þat, er úti var hjá dyrunum; þat kölluðu þeir blótkeldu«. I hinum svo svokallaða »Viðrauka Melabókar hinnar yngri« (í Landnámu 1843, 334—40. bls.) er meðal annars grein sama efnis og þessi grein úr Kjalnesingasögu ; hún er með öllu þýð- ingarlaus, því að hún er i raun og veru ekkert annað en afskrift af henni, eins og hún sjálf ber með sér. Til fullnaðarvissu stend-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.