Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Blaðsíða 9
9
þar; sem örnefnið bendir til. Ekkert örnefni, sem nú er á þessum
stöðum, minnir á bæjarnafnið Ölvisstaði. Bærinn hefir lagst nokk-
uð snemma í eyði, því þá er Flóamannasaga var rituð, hétu þar
ölvistóftir. Þó liefir hann staðið þá er Landnáma var rituð, því
hún segir: »þar heita nú Ölvisstaðir«. Þá voru þó bæði nöfnin
kunn, og getur vel verið, að nafnið Stjörnusteinar hafi verið almenn-
ara tíðkað og því haldist lengur. Örnefnið Stálfjara er nú eigi til.
En Stálið kallast klettur einn ofarlega í fjörunni fram undan Vestra-
Iragerði, — sem er kot í Stokkseyrarhverfi austan vert. — Sá klett-
ur (»Stálið«) hefir eigi verið kominn framundan jarðvegi í forn-
öld. En þá er hann kom fram, hefir nafnið Stálfjara líklega eigi
verið týnt, og kletturinn því nefndur eftir henni. A »Stálinu«
stendur nú sundtré, sem miðað er á svo nefndu Músarsundi. Háleyja-
borg (eða Háleygjaborg) heitir önnur klöpp þar lengra fram í fjör-
unni. Að öllum líkindum hefir það nafn fornan uppruna; en eigi
vita menn nú neitt um það. I þjóðsögunni um Maurhildi mannætu
er þessí Háleyjaborg nefnd. En á því er ekkert að græða. Nokkru
íyrir vestan Stálið, austan megin við innra skipalægið á Stokkseyr-
arhöfn, er klöpp, eða klappir, i fjörunni, sem heita BaðstofuTdettar.
Er sagt, að þar hafi bærinn Stokkseyri staðið fyrrum, en verið flutt-
ur undan sjó þangað sem hann er nú, og hafi baðstofutóft hins
gamla bæjar lengst sést á Baðstofuklettum, er jarðvegurinn var að
smábrotna undan rústinni. En það var lengi venja, að baðstofa
var öftust húsa á hverjum bæ; og hafi hinn gamli bær snúið að
sjó, þá hefir baðstofan verið fjærst sjó af bæjarhúsunum; svo þetta
er að því leyti sennilegt. Lengi hefir bærinn þó staðið þar, sem
hann er nú, því þá er þar var grafið fyrir kjallara, fyrir fám árum,
komu menn niður á ýrnsar hleðslur, er sumar lágu svo neðarlega
að jafnlágt mundi nú fiæðarmáli að hálf-föllnum sjó. Bendir það
til, að landið hafi lækkað, síðan þar var bygt. Og víst hefir lands-
lag strandarinnar verið öðruvísi þá er Stokksc,//''i fekk nafn sitt,
heldur en nú er. Þá hefir þar verið eyri. En til þess sjást nú eng-
in merki. — Framundan sjávar bakkanum hjá Iragerði er nú að
koma í ljós garðsundirstaða, sem liggur svo lágt, að sjórinn tekur
hana burt svo að segja jaínóðum. Þetta er að líkindum suðurhlið-
in af girðingu þeirri, sem upphafiega hefir lieitið Iragerði. Fyrir
norðurhlið hennar sést fyrir norðan veginn og fyrir nokkuru af
austur og vesturhliðunum; en þar er nær dregur bakkanum, sér
ekki til þeirra, því þar hefir sandur borist upp og sléttað yfir. Til-
efni nafnsins, »íragerði«, vita menn ekki. Vestur frá Stokkseyrar-
hverfinu, alt út að Hraunsá, voru í minu minni sléttar flatir, vaxn-
2