Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Blaðsíða 40
40
það hafa verið nokkuð almont, þó sögurnar getí þess ekkí. ()g það
er eðlilegt, því á slíkum smáþingum, þar sem einn réð öllu, hefir
vanalega ekkert gerst, er í frásögur væri færandi. Vér hefðurn
naumast hugmynd um þau, ef örnefni og fornleifar væri ekki til
minningar um ýmsa af slíkum þingstöðum. Ekkert örnefni bendir
samt á þingstað Ketilbjarnar, og enginn gat vísað mér á fornleifar,
er benti á hann. En i sumar kom eg að bæ þeim í Grímsnesi er
Kringla heitir; hann er nokkuð suðvestur frá Mosfelli. Tók eg strax
eftir því, að eigi gat Kringlu-naímh verið dregið af landslagi. Kom
mér þá í hug, hvort það kynni ekki að verið dregið af kringlóttu
fornvirki nokkru, er þar hefði verið áður en bærinn var gjör. Og
ef svo væri, kynni það að gefa bendingu um þingstað Ketilbjarnar;
»Kringlan« kynni að vera einn af þessum fornu hringum, sem á
ýmsum stöðum eru kallaðir »lögréttur«. Eg spurði því eftir, hvort
þar væri ekki neitt fornt, hringmyndað mannvirki. Mér var sagt
að það væri þar, og sýnt það. Hringurinn er þar norður i túninu,
þykkur og fornlegur, 4 faðmar á þvermál og dyr mót austri. Nú
kom mér í hug, að raunar kynni þetta að vera forn fjárborg eða
hestarétt, og vildi eg vita, hvort þar fyndist nokkur gólfskán, er af
taði væri mynduð eða bæri vott um taðleifar. Lét eg því á 2 stöð-
um grafa niður úr gróðrarmoldinni ofan í óhreyfða mold, og var
það rúm 2 fet á dýpt. I báðum stöðunum varð fyrir þunt lag af
nokkurs konar gólfskán, sem aðskildi gróðrarmoldina frá óhreyfðri
mold. En ekki leit út fyrir, að þessi gólfskán væri mynduð af tað-
leifum. Hún var rauðleit á lit og leit lielzt út fyrir að vera mynd-
uð af harðtroðnu mýrartorfl. Það þótti mér fremur benda á manna-
gólf en skepna, án þess eg þó fullyrði neitt um það. Fornar tóftir,
er liktust búðatóftum, sá eg þar ekki nema aðeins eina, skamt norð-
ur frá hringnum. En það er ekki að marka; margar tóftir geta
falist undir »fornu fjósunum«. undir bænum, og undir svo mörgum
húsum, sem þar eru til og frá um túuið. — Þar er nfl. tvibýli. —
Um þetta verður ekkert sagt. Og játa skal eg, að þetta framan-
sagða er mjög veik bending um þingstað á þessum stað. Þó þykir
rnér sem hún sé nokkur. Annar staður, sem benda mætti á, er
Neðra-Apavatn. Man eg eftir, er eg kom þar á yngri árum minurn,
að eg sá þar margar fornlegar tóftir til og frá um túnið. Þá gaf
eg of lítinn gaum að slíku. Nú er búið að slétta þær út. Þó er þar
enn, austur á túnhalanum, aflöng tvískiít tóft, sem kölluð er Vopna-
hús. Svo sagði mér Vigfús sál. Daníelsson, er þar bjó lengi. Skamt
þaðan, norðan við túnjaðarinn, er kringlótt lág, sem heitir Orustulág.
Um tildiög þessara örnefna er alt ólcunnugt. Stafl þau bæði trá