Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Blaðsíða 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Blaðsíða 15
15 flaut langt upp í Flóa, en mörg hús hin dönsku skemdust og brotn- uðu og flutu trén alt upp að Flóagafli. í fjósi á Hrauni drápust kýr nokkrar, einnig hestur þar og enn kýr hjá húsmönnum. Sjór féll þar inn í bæ allan og héldu menn sér þar sumir uppi á húsa- bitum, en sumir voru á þekjum uppi; misti Katrín, ekkja sú er þar bjó, til LXXX hundraða í því flóði. IX menn týndust þar af skipi á Eyrarbakka, það átti Rannveig mjófa á Iiáeyri, dóttir .Tóns bónda á G-rund, Bjarnarsonar, Jónssonar biskups; hún hafði búið þar alla æfi ógift og alið á heimili sinu XX börn föðurlaus«. Hér er nú að vísu eigi getið um, að bæir hafi lagst í eyði, og er þó auðséð, að kunnugur segir frá. Það er samt ekki að marka. Það er vanalega ekki kallað að bæir leggist í eyði, þótt þeir séu fluttir undan eyðingu. Það gegnir minni tiðindum. Ogþað því fremur, sem flutningurinn gat ekki farið fram fyr en um vorið eft- ir, og þá var að líkindum búið að skrifa um þessi tíðindi. Enginn efi er á því, að það er þessari frásögn Arbókanna að þakka, að minningin um þetta fióð hefir haldist. En þá gat hitt, sem munnmælin hafa fram yfir, flotið með. Heimildarmenn mínir eru fiestir dánir; fremstan þeirra tel eg Þorleif hreppstjóra Kolbeinssou. En af núlifandi mönnum heflr Olafur hafnsögumaður Teitsson frætt mig einna bezt. Það var fyrst eftir Stóraflóð 1799, að »faktor« einn á Eyrar- bakka (mig minnir eg heyrði hann nefndan Guðmund Ögmundsson) lét byggja sjógarð fyrir framan verzlunarhúsin. Var hann all-sterk- ur, en náði eigi út fyrir húsin svo teljandi væri. Og svo var hann enn þá er eg kom fyrst á Eyrarbakka. Seinna lét Guðm. Thorgrím- sen, verzlunarstjóri, lengja garðinn bæði út og austur, og eftirmaður hans, P. Nielsen, hefir lengt garðinn alt austur að landamerkjum Skúmsstaða og Háeyrar. Fyrst er eg fór að kynnast á Eyrarbakka, voru graslendisbakkar með sjó fram fyrir öllu Háeyrarlandi, nema Eyvakoti, þar var lægð, og barst þar upp sandur og möl. Þar eign- aðist Einar kaupmaður Jónsson verzlunarlóð og setti flóðgarð fyrir. Hætti þá öllum sand- og malarburði þar. Einar var einnig fyrsti frumkvöðull sjógarðsbyggingar á Stokkseyri, er hann um hríð var meðeigandi þeirrar jarðar. Guðmundur hreppstjóri Isleifsson, sem eignaðist Háeyri eítir Þorleif tengdaföður sinn, hefir einnig sett sjó- garð fyrir Háeyrarlandi, vestan frá garði þeim, sem Einar setti fyr- lr verzlunarlóð sína, austur að landamerkjum. Heflr eigi sjávar- gangur spilt Eyrarbakka síðan þeir garðar voru settir. Stuttri bæjarleið fyrir vestan gömlu Einarshöfn var bær, sem vanalega var nefndur Refstokkur eða Rifstokkur, en er ætlað að sé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.