Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Blaðsíða 41
41
hinu sama atviki, getur það ekki verið Apavatnsför Sturlu Sighvats*
sonai', því þar varð engin orusta að því sinni. Og um þingstað
verður ekkert af þessum örnefnuin ráðið.
Blótbjörk.
Björk heitir bær einn í Grímsnesi, hann stendur upp undir
Lyngdalsheiði milli Klausturhóla og Svínavatns. 1 landi Bjarkar,
svo sem stekkjarveg niður frá bænum, er liið einkennilega örnefni
Blótbjörli. Það er vatnsstæði, sem vatn stendur í á vetrum og í
rigningatíð, en er þurt í þurkasumrum og þá ekki annað en djúpt
moldarfiag. Það er næstum kringlótt og svo sem 16—20 faðmar í
þvermál. Ut af nafninu hefir sú sögn myndast, að bærinn Björk
hafi fyrrum staðið þar, en hafi sokkið, af því tvær kerlingar hafi
heitast þar og blótsyrði þeirra haft þau áhrif. Þarf ekki að fjöl-
yrða um slíka sögn. Enda má sjá, að bær hefir aldrei staðið þar,
því þangað er vatnshálli frá öllum hliðum. Og bærinn Björk hefir
víst verið bygður í fornöld, þar sem hann enn er; það sýnir afar-
digur og fornlegur túngarður, sem þar sést enn í túninu, og hefir
bærinn vexið einn hluti garðsins. Má viða sjá slíkt á fornbýlum.
örnefnið »Blótbjöi’k« er samt mjög merkilegt; það er án- efa frá
heiðni, og bendir til þess, að þar nærri hafi staðið björk eiu (birki-
tré), er verið hafi svo miklu meiri og fegri en skógurinn i kring, að
heiðnir menn liafi haft áti'únað á henni, o: biótað liana. Þá er
ki’istni var komin, liefir björkin auðvitað veiið upprætt, og nafnið
síðan vei’ið fært yfir á þetta ljóta vatnsstæði, sein að líkindum hef-
ir alt af verið þar. Og ef til vill hefir björkin verið brend í fiag-
inu. Fi’am hjá Blótbjörk að austanverðu liggur forn garður, langur
mjög. Hann beygist fyrir suðurhorn vatnsstæðisins, og af því sést,
að það hefir verið þar áður en garðurinn var lagður. Annai’s er
hann hér urn bil beinn frá landnorðri til útsuðurs, og er auðséð, að
hann er ekki túngarðui’, heldur yörzlugaiður fyrir engjai’, sem Björk
á fyi’ir vestan Blótbjöi’k í mýri þeirri er Farmýri heitir. Sér þar
fyrir fornum fióðveitugarði þvert yfir mýriua við upptök lækjar
þess, er úr henni rennur og Farlækur heitir. Vörzlugarðui’inn end-
ar vestur við lækinn, því þaðan af er liann til varnar. Bæjarnafn-
ið Björlc virðist benda á, að þar hafi skógurinn verið meiri en ann-
ai’sstaðar. Þó er það næsturn tvísýnt, því óefað liefir þá víða í
Grimsnesi verið góður skógui'. Getur líka verið, að bæriim liafi ver-
ið kendur við hina helgu björk, blótbjörkina, þó hún væri spöl frá
bænum.
6