Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Blaðsíða 16
16
sami bærinn sem Drepstokkur, er Eiríkssaga rauða nefnir. Hann
stóð spölkorn frá sjó og rann lækur fyrir framan túnið og var kall-
aður Síkið. Hann var afrensli Einarshafnar-fióðanna. Eigi er hægt
að segja, hvort Síkið rann vestur i Ölfusá, eða það rann til sjávar,
meðan hún lá miklu vestar en nú. En eftir að hún fekk það út-
fall, sem nú heflr hún, rann það í hana. Varði það túnið lengi fyr-
ir sandfoki frá ströndinni. Flóðin, sem það rann úr, náðu yfir breitt
svæði fyrir ofan gömlu Einarshöfn og lengra vestur, voru hólmar
og eyjar milli þeirra með ágætu grasi, og voru það engjar Einars-
hafnarmanna, og Rifstokksmanna, er vestar dró. Fyrir rúmum 20
árum (nál. 1880) var uppi gamalt fólk, sem mundi eftir slægjublett-
um á því svæði, er þó fóru óðum í sand, þar eð sandburðurinn þurk-
aði flóðin rneir og meir upp. Stóraflóð spilti svo túni og engjum á
Rifstokki, að þar þótti eigi lengur verandi, og lagðist bærinn í eyði.
Þó greri þar svo upp aftur, að þá er Nesi var eigi lengur óhætt
fyrir ölfusá, þá var sú jörð sameinuð við Rifstokk og bærinn settur
á Rifstokkstúnið skamt íyrir vestan bæjarrústina. Þar stendur hann
enn og hefir síðan heitið Oseyrarnes, því þá hafði áin fengið sitt nú-
verandi útfall, þar skamt vestur frá bænum. Ferjað var þaðan yf-
ir árósinn, — eins og enn er, — og lá leiðin til ferjustaðarins yflr
Síkið. Var það oft vatnsmikið í rigningum og þó enn verra yfir-
íerðar er það var upphlaupið í frostum. Gjöröu menn því þess
vegna annan farveg fyrir ofan tún. Rennur þar enn lækur austan
úr Eyrarbakkaflóðum og heitir Nesós. Eftir það var Síkið oft þurt
eða því nær. En þá tók líka sandágangurinn að aukast. Þó var
eigi all-lítill túnblettur í Oseyrarnesi þá er eg kom þar fyrst, og
fénaðarhús stóðu austur á túninu þar, sem Riístokkur hafði verið.
Þá voru líka talsverðir grasmelar austur frá túninu. Einn slíkur
»melur«, eða sandlióll með grastó á, var sérstakur lang-austast; hann
hét Randíðarmelur, að sögn kendur við förukonu, Randíði að nafni,
sem þar hafði orðið úti fyrir löngu. Nú sér hans engin merki né
neinna melanna. Grímur bóndi Gíslason í Oseyrarnesi, dugnaðar-
maður, reyndi til (nál. 1880) að veita ósnum aftur í Síkið, í þeirri
von, að það kynni að verja túnið. En óvinnandi reyndist, að gera
í sandinum þau mannvirki, er haldist gæti. Enda er nú svo kom-
ið, að ekkert tún er lengur í Oseyrarnesi. Og alt svæðið þaðan
austur að Eyrarbakka er nú sandur einn, sem árlega færir sig upp
a mýrina, sem fyrir ofan er, þannig, að hann berst í flóðin og ós-
inn austan og framan til, svo þar verður hærra undir vatninu held-
ur en í mýrarjaðrinum fyrir ofan, og færist það þangað undan hon-
um. Hefi eg séð glöggvan mun á því síðústu 10 árin, eða jafnvel