Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Blaðsíða 45
45
Hrafnabjarga. En það hraun er vatnslaust og því eigi byggilegt.
í Hraunjaðrinum við Hrafnabjörg er þó á einum stað brunnur af
náttúrunni, þ. e. hraunhola með vatni, sem sjaldan þrýtur. Og hjá
henni er forn bæjarrúst. Hún er að vísu nokkuð óglögg; þó má sjá,
að í henni eru 2 miðgaflar, er skifta henni í 3 herbergi, sem hvert
um sig er nál. 3 fðm. langt. Hún liggur nál. frá austri til vesturs
og hefir vestastá lierbergið dyr á vesturenda, en hin sýnast að hafa
dyr á suðausturhliðinni. Breiddin á tóftunum er nál. 3 fðm. Við
norðurhliðina vottar fyrir annari tóft, er einnig heflr dyr á vestur-
enda. Norðanmegin við þær er lítil tóft með dyr mót norðri. Svo
sem 20—30 fðm. norðar er sérstök tóft, talsvert minni. Hún er tví-
skift, og er það glögt, að miðgaflinn er dyralaus. Hefir austurher-
bergið dyr á suðausturhlið, en hitt á vesturenda. Lengd hvors um
sig er nál. 2J/2 fðm., breiddin um 2 fðm. Þetta gæti vel verið heima-
hof. Stekkur gæti hún raunar líka verið, en er þó of lítil til þess á
þessum stað; því hér verður að gera ráð fyrir mörgu sauðfé; tún
hefir ekkert verið og þá ekki heldur kýr. önnur forn bæjarrúst er
i hrauninu langt suðvestur frá Kluftum. Þar heitir Litla-Hrauntún.
Eigi sér þar vatnsból og eigi er þar heldur túnstæði. Það kæmi
nú heim við hinn fyrtalda stað í Harðarsögu (k. 5.) að Grimsstaðir,
Þar sem Grímur litli bjó, hafi verið á öðrum hvorum þessum stað,
og þá helzt á bænum við Hrafnabjörg. Og á því máli er Sigurður
Vigfússon í Árb. 1880—1, bls. 43.
En svo er annað fornbýli, kaliað Grímastaðir, milli Brúsastaða
og Svartagils. Hjá henni er gil sem heitir Grímagil. Um þetta
getur S. V. í sömu Árb. bls. 98, og ætlar þá, að hér hafi Grímsstað-
ir raunar verið, því það kemur vel heim við síðartalda staðinn i
Harðarsögu (k. 19.). Botnsheiði, sem þar er nefnd, hlýtur að vera
sú leið, sem nú er kölluð Leggjabrjótur. Þá er á hana er lagt úr
Þingvallasveit, liggur mjög svo beint við að fara hjá Grímagili.
Rúst Grímastaða er vestanmegin lækjarins (»austanmegin« er víst
prentvilla i Árb. 1880—1, bls. 98). Hún er svo niður sokkin, að
mestu gætni þarf til að sjá hana, og hún virðist hafa verið mjög
lítil. Hún liggur austur og vestur, hefir dyr á suðurhlið og miðgafl
vestan við þær með dyrum við útidyrnar. Vestur-herbergið er 3
fðm. langt, hitt aðeins l1/^ fðm. Breiddin eru 2 fðm. Þó má vera
að austurherbergið hafi verið lengra, því endinn er óglöggur, og
litlu austar sér á hleðslusteina í flagrotu. Þar skamt frá sér aðra,
óglöggva tóft, mjög litla. Önnur forn mannvirki sjást þar ekki.
Nú er spursmál hvort meira gildir: að þessi rúst er svo nálægt
Botnsheiðar- (nú Leggjabrjóts-) veginum, eða að Hrafnabjargarústin