Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Blaðsíða 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Blaðsíða 25
þunnum jarðvegi. Hefir það mestmegnís verið mýrlendi, sem sést af þvi, að enn er malarsandurinn víðast livar deigur. Er því eðlilegt, að á sú, er þar rann fram, fengi mýralit og ætti við að hún væri nefnd Rauðá. Og hafi hinir lækirnir úr mýrinni runnið saman við Rauðá (Stóraós) og svo farið vaxandi af vatni úr mýrlendinu á leið hennar, þá hefir hún eigi verið orðin sérlega lítil er hún kom í Þjórsá. Þá hefir sú leið verið miklu lengri en nú. Er svo sagt, að lengi frameftir öldum hafi Þjórsá runnið öll í einum mjóum ál aust- ur við Gfrjótnes og þaðan suður með austurbakkanum. Á einum stað er sagt að állinn hafi verið svo mjór i fornöld, að kasta hafi mátt kefli þar yfir. Þar af hefði bærinn Mjósyndi (nú Mjósund) haft nafn sítt. Þó þetta, um keflið, sé nú orðum aukið, þá ber bæj- arnafnið þess vott, að mjótt hefir þar verið yfir. Nú dytti engum í hug að nefna bæinn M/osund, ef hann hefði ekki borið það nafn frá gamalli tíð, því nú er áin þar afarbreið með miklum eyrum, og hefir aðalvatnsþunginn jafnan fylgt vesturbakkanum og brotið hann. Það er sögn, og hún líkleg, að bærinn hafi oft verið færður undan ánni, og var það síðast gert seint á 19. öld. í bæinn, sem þá var aflagður, hafði verið dregið mikið af grjóti, svo að úr þeim liluta hans, sem í ána er fallinn, hefir myndast urð undir bakkan- um; brýtur hún strauminn og bægir honum frá, livort sem það get- ur nú lengi haldist. Þaðan frá fer áin breikkandi til sjávar, renn- ur í kvíslum og eyrar á milli. Víðast hvar liggur þó megin-állinn með vesturlandinu, nema hjá Sandhólaferju; þar er hann austan- megin um hríð. Þó hefir áin einnig þar brotið vesturbakkann; þar hafa myndast eyrar, sem hún flýtur yfir í vatnavöxtum. En þess í milli hafa þær stundum valdið sandfoki. Frá Sandhólaferju breikk- ar áin enn meira. Snemma á 18 öld (?) skar hún Traustaholt frá meginlandi. Er sagt, að bóndi þar hafi skorið bakka árinnar og veitt vatni úr henni á engjar sínar. En hún braut skurðinn, og gerði holtið, sem bærinn stóð í, að umflotinni eyju. Var bærinn síðan kallaður Traustholtshólmi og hin nýja kvísl Hólmaós. Svo hét hann fram á mína daga. Var fénaður hafður í landi og farið á bát yfir ósinn. En ósinn óx árlega, og þar kom, að eigi þótti eig- andi við það, að sækja yfir hann á hverju máli, hvernig sem á stóð. Var bærinn því tekinn úr hólmanum. Enda er nú mestur liluti árinnar lagstur í ósinn og er nafnið »Hólmaós« nú sjaldan við- haft, þar eð það á ekki lengur við, því nú er þar um Þjórsá sjálfa að ræða. Það er víst réttmæli, að mestan hluta hinnar miklu breiddar sinnar þar neðra hafi Þjórsá brotið af landnámi Þórarins, sem gaf henni nafnið. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.